Í uppnámi - 20.07.1902, Blaðsíða 22
60
Úr skákríki voru.
Vfer gátum þess í síðasta hopti, að til skákdæmasamkeppniimar, sem
“I Uppnámi” hefur boðað til, hafa verið send 8 tvíleiksdæmi. Eitt af
þessum dæmum með einkunnarorðunum “A good two-mover is probably
tho most difficult to compose“ er prentað hér að framan (bls. 58 nr. 167),
Hin tvileiksdæmin eru þannig:
“Z. Nr. 1.” Hvítt (6 menn): Kb3, Dc5, Hg8, Ub8, c4, Rhl. Svart
(4 menn): Ke4, Bal, Rf4, Pf6.
“Z. Nr. 2.” Hvítt (9 menn): Ke4, Dh4, Bc7, Rd6, b4, Pa5, b2, g3, g6.
Svart (5 menn); Kc5, Pa6, b3, g7, h5.
“Z. Kr. 3.” Hvítt (5 menn): Kc6, Db6, Bd6, Ph5, h7. Svart (3 menn):
Kf6, Pg5, g7.
“Hugfró.” Hvítt (10 menn): Khl, Da4, Hb2, h6, Ba3, Ra5, Pf4, f5, g2,
h2. Svart (7 menn): Kd5, Da8, Hc2, c6, Bdl, Pc7, e4.
“Dáð.” Hvítt (6 menn): Kb6, De8, Hc3, g8, Ba6, Rf7. Svart (3 menn):
Ke6, Pe7, f6.
“Dægradvöl.” Hvítt (6 menn): Ke2, Df2, Bb3, b4, Re7, Pd3. Svart
(6 menn): Ke5, Bc5, Pb6, d4, f'5, f6.
“í Uppnámi.” Hvitt (6 menn): Ke2, Dh7, He3, Bc6, e7, Pd4. Svart
(4 menn): Ke6, Pd6, e5, g6.
Oss virtist réttara að birta dæmin áður en dómsálitið, sem kemur i
næsta hepti.
Utan úr skákheimi.
—Dagana 11. —14. júní síðastliðinn var selt í Lundúnum hið stóra bóka-,
handrita- og myndasafn, er Sir Andkew Fountainb af Narford Hall, Norfolk,
hafði safnað til á ríkisstjórnarárum Önnu drottningar og konunganna
Georgs I. og II. eða á tímabilinu frá 1702—1760. Hinn fyrsta dag
uppboðsins var selt mjög merkilegt og sjaldgæft skinnhandrit á Norðmanna-
frönsku frá 13. eða 14. öld, en að líkindum af engilsaxnesk-norrænum
uppruna (4to, alls 182 blöð). Það var um skák, kotru og mylnu. Handritið
var með gotnesku letri og á hverri blaðsíðu aptur að 146. blaði voru
skákborðsmyndir, er sýndu skákdæmi, og fylgdu úrlausnir með, reitirnir
voru hvítir og svartir, en mennirnir gyltir og rauðir; á bll. 146-—169 voru
kotru-dæmi, en á síðustu 13 bll. mylnu-dæmi, öll einnig með úrlausnum.
Handritið var skreytt með ýmsum máluðum böndum og öðru útflúri, lit-
dregnum upphafsstöfum og á spássíunum voru myndir of dýrum, fuglum,
laufblöðum o. fl. þess konar. Það var nokkuð slitið orðið og meðal annars
var skorinn úr einn upphafsstafur á 170. bl. Fyrsta boð er gjört var í
handritið voru 50 pund sterlings (c. 900 kr.), en hinum nafnkennda forn-
bókasala Quaritch í Lundúnum var loks slegið það fyrir 800 pund
(c. 14 400 kr.).