Í uppnámi - 20.07.1902, Blaðsíða 7
45
skort nokkurn veginn fróðlegra afbrigða. Hinir eldri skákdæma-
höfundar tóku ekki svo mikið tillit til samsetningar afbrigðanna eins
og hin yngsta kynslóð þessara höfunda gjörir.
Nr. 88 (Heathcote). Ágætt dæmi, sem sameinar þrjár symme-
triskar drottningarfórnir. Staðan er frábær. Menn athugi í hvert
skipti stöðu hvíta hróksins og beggja biskupanna.
Nr. 90 (Jespeesen). Tvíleiks-hugmynd er hér á fimlegan hátt
rýmkuð fyrir þríleiksdæmi. Byrjunarleikurinn og hin listarlega höfuð-
lausn er allfróðlegt.
Nr. 91 (Kohtz og Kockelkokn). Fyrsti leikurinn er ekki án
fínleiks, en annars er dæmið alllétt.
Nr. 92 (Kondelík). Afbrigðaríkt, ekta bæheimskt skákdæmi. Byrj-
unarleikurinn með eptirfarandi 2. Rd4—f3 er mjög snotur og eigi
auðfundinn.
Nr. 93 (Kondelík). Aptur alleríitt og mjög fallegt dæmi. Menn
gæti þess, hve falleg hróksfórnin í 1. leik er, ennfremur mátstaðan í
höfuðlausninni og taflmátinn 1....Kd4xe5, 2. Dg6—d3! Rólegir leikir
eru yfirhöfuð einn höfuðvegurinn til þess að gjöra skákdæmi torvelt.
Nr. 94 (Kondelík). Dæmið er af nokkuð léttara tagi en bæði
nr. 92 og nr. 93. Hinir mörgu, reglulegu tafimátar eru mjög snotrir, en
þeir væru þó enn betri, ef eigi væri drepið svart peð í fyrsta leiknum.
Nr. 95 (Kondelík). 011 afbrigðin eru mjög lagleg, þó er 1. leikur,
þar sem enn kemur fyrir dráp svarts peðs, óviðfeldinn. Uppnámsstaða
hvítu drottningarinnar, eins og hún er á taflborðsmyndinni, er ekki
góð, því að hvítt hefur ekki á reiðum höndum neitt svar upp á
1......, Rg5xh7 og þess vegna verður úrlausnin í öllu falli léttari.
Nr. 98 (Laws). Snotrum taflmátum er náð hér með mjög litlum
mannafla (einungis 7 mönnum). Dæmið á heima í “Schachminiaturen”
dr. 0. Blumenthal’s.
Nr. 99 (Mahxn). Byrjunin hér er allvel hulinn og leiðir hún til
tveggja drottningarfórna með symmetriskum, reglulegum mátmyndum.
Dráp svarta mannsins kemur hér ennþá minna til greina en í nr. 85,
þar eð grundvöllurinn til þess liggur í dæmishugmyndinni.
Nr. 100 (Nemo). Við 1. leikinn er ekki neitt sérlegt, en báðar sym-
metrisku hrókfórnirnar með reglulegum mátmyndum eru rétt geðslegar.
Nr. 101 (Nemo). Góður byrjunarleikur með laglegri drottningar-
fórn. Allir máthættirnir snilldarlega gjörðir.
Nr. 103 (Palkoska). Góð afbrigði, en 1. leikurinn, sem leggur
svarta riddarann í fjötra, er ekki fallegur. Eptirtektaverð er staða
svörtu mannanna við efri borðröndina.
Nr. 106 (Pkadignat). Höfuðlausnin og afbrigðin er rétt snoturt.
en í stað fyrsta leiksins átti hvíti riddarinn að standa þegar í byrjuu