Í uppnámi - 20.07.1902, Blaðsíða 3
Um skákdæmaviðbætirinn í 4. heptinu af “í Uppnámi” (1901).
Eptir
N. Maximow í St. Pétursborg.
Um leið og eg býð hinni háttvirtu ritstjórn skákritsins “I TJppnámi”
til birtingar stutta ritgjörð um liin nýju skákdæmi, sem prentuð voru
í 4. bepti tímaritsins, vil eg láta þá von mína í ljósi, að þessi grein
mín megi stuðla að útbreiðslu skákdæmalistarinnar meðal íslenzkra
skákvina. Eg tek hér einungis skákdæmin til meðferðar, en ekki tafl-
lokin, því að semja kritík um þau ætla eg manni, sem til þess er fær.
Eg skipti hinum 65 skákdæmum, sem birt voru í viðbætinum, en
einkum þó hinum 20 tvíleiksdæmum meðal þeirra, í tvo sérstaka flokka.
Til hins fyrra flokks tel eg þau dæmi, sem gjörð eru í listarstíl
(Kunststil), til hins síðari þau, sem gjörð eru í þjóðarstíl (National-
stil).1 Mismunurinn á þessum tveim stefnum í skákdæmalistinni er
í því fólginn, að áhangendur listarstílsins leggja sérstaka áherzlu á
að ná hreinum og sparlegum mátstöðum, en telja það öldungis
þýðingarlaust, þó íinna megi aukalausnir til hálfs og tvítefli2 í óveru-
legum afbrigðum. Höfundar þeir, er fylgja hinni síðartöldu stefnu,
gæta hins vegar mjög stranglega algjörs “réttleika” í því að forðast
alveg tvítefli en við það verður hinum reglulegu (lireinu og sparlegu)
mátstöðum náð optast nær einungis með því að erfiðleikarnir við
dæmið (hvort sem það eru nú verulegir eða uppgerðar erfiðleikar)
verða minni. Listarstíllinn hefur að vísu á síðustu áratugum náð
feikna mikilli útbreiðslu, en þó eru jafnan allmargir skákdæmahöfundar,
sem algjörlega eða að nokkru leyti hafna meginreglum hans. Einkan-
lega kemur þetta opt fyrir í tvíleiksdæmum, en er þó fullkomlega
ástæðulaust, því að tvíleiksdæmi verður ekki aðskilið frá hverju öðru
1 Þessi orð hefur Joh. Berqer í Graz í Aust.urríki fundið upp.
2 Vér gjörum ráð fyrir, að útskýra þurfi þessi orð fyrir íslenzkum lesendum.
Aukalausn til hálfs (partiell Nehenlösung) heitir það, þegar víkja má frá hinni
fyrirhuguðu lausn í öðrum eða síðari leikum. Tvítefli (Duals) er það kallað, þegar
hvitt á um tvo eða fleiri leika að velja lil að svara einum af fyrstu leikum
svarts, og er það meiri galli en tvímát (þegar hvítt getur mátað með fleirum en
einum mauni eða á fleirum en einum reit með sama manni). Ritstj.
4