Heimir - 15.07.1904, Qupperneq 11

Heimir - 15.07.1904, Qupperneq 11
H E 1 M I R 7 Trygðrof og eiðrof, ný trú og nýtt tímabil hefir fæðst Suð- rænan er komin, og hefir lagt lönd og þjóðir í læðing. Utlit máttúrunnar er breytt, eins og stynji hún undir álögum. Hið eina er getur minnt á, að landið sé hið sama og áður var, eru haugarnir fornu, er þar höfðu verið orpnir öld eftir öld frá ó- muna tíð. Þegar svo er komið, lætur söknuðurinn tyrst til sín heyra. Harpan grætur þá fyrst „grimmu forlögin, er gengu yfir hennar ætt," og segir frá, hversu hinn síðasti fulitrúi hins forna siðar fluttist úr landi á fjarlaegan stað, meðal fjarlægra þjóða, og gnóð- ursetti j^ar hinar fornu hugsjónir, er hann hreif írá eyðilegging- unni. Þannig er saga Heimis úr Hlymdölum. Hún er kvein- stafur hverfandi frægðar, hugsjóna og lífsskoðana, er flýja urðu ætt og óðul og eftirskilja þjóðina, er þær hafði fætt, tómhjart- aða og tilgangslausa í öllum andlegum skilningi. Heimir yfir- gefur Hlymdali. Bergmál dalanna hans er þagnað, hlymurinn hættur. Fóstra hans er látin. Afkvæmi hennar flytur hann á friðhelgan stað, að það blómgist á ný meðal norrænna þjóða. Það er einstaklings frelsið. UPPRISAN. Eftlr LEO TOLSTOY. 39. KAP. Dýflissu-kyrkjan. — „Blindir leiða blinda, " Guðsþjónustan byrjaði. Hún var innifalin í þessu. Presturinn, þegar hann hafði klæðst afkáralegum og mjög óviðfeldnum flíkum skornum úr gullnu klæði, tók nokkra brauðmola raðaði þeim á disk, skar þá í smábita, tíndi þá ofan í staup fyllt víni og þuldi á meðan fyrir munni sér ýms nöfn og bænir. Meðan á því stóð, las djákninn slavneskar bænir, er í sjálfu sér voru lítt skiljanlegar, en hálfu

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.