Heimir - 01.07.1907, Side 11
H E I M I R
35
sjálfum, heldur en ineð þeiin, sein vér skoðuin að á einhvern
hátt ha!i unnið til þess, vegna þess að vér æfinlega skoðuin oss
í fyrrnefnda hópnum. Eg atla sjálfur að sýna dæmi hveinig
þeir sanna að hluttekning vor nái að eins til þeirra, sem nánir
oss eru.hlutfallslega meiri eða minni eftir því hve nánir þeir eru
oss. Salvador Macri var hengdur hér í Winnipeg þann 15. jan-
úar. Vér tókum meiri hluttekningu í afdrifum hans, heldur en
þótt einhver annar ítali hefði verið líflátinn suðurá Italíu.vegna
þess að hann var nær oss í rúmi. Ef Islendingur heima á Is-
landi hefði verið líflátinn á sama tíma, þá hefðuin vér tekið
meiri hluttekningu í afdrifum hans heldur en Italans, sem líf-
látinn \ar í sömu borg og vér búum í, vegna þess áð hann stóð
oss nær að skyldleika. Ef annar Islendingur hefði orðið fyrir
sönru afdrifum hér í Winnipeg, þá hefðum vér tekið enn meiri
hluttekningu í hans kjörum, því hann var nær oss en hinn hvað
rúm snerti; ef hann heföi verið okkur skyldur, þá enn meiri
hluttekningu, og því skyldari því meiri. Jafnvel hefði hluttekn-
ing vor, vegna eigin hagsmuna, getað orðið á þann hátt, að vér
hefðum alls ekki viljað kannast við hann og sagt eins og Pétur
forðuin: „Ekki þekki eg hann".
I trúarbrögðunum segja þeir, að hið sama komi einnig
fram. Menn séu ætíö aö vinna fyrir launum. Þeir segja að
þau trúarbrögð, sem sérstaklega telji sér til gildis sínar siðferð-
is kenningar, t. d. Kristnin og Buddism, þá séu menn dygðugir
vegna launa. Budda segir, ef þú vilt ekki verða íyrir þessu,
þá máttu heldur ekki gera þetta, en kristnir kenna: „Dæmið
ekki svo þér veröið ekki dæmdir, því eins og þér dæmið aðra
eins verðið þér líka dæmdir". Sælir eru þeir sem gera þetta
eða hitt, því þeir munu umbun hljóta. Það er eigingirni (self-
interest), sem gerir Buddatrúarmanninn dygðugann. Hann á
ekki von á því að lenda í Nirvana, án þess að hann breyti vel.
Það er eigingirni sem gerir hinn kristna mann góðan, því hann
býst við eilífri sælu að launum, en helvítiskvöluin ef hann
breytir illa. Það er eigingirni, sem rekur fríþenkjarann til að
vera dygðugann. Reynslan hefir sýnt honum, að ráðvendnin er
raungæfust. Þeir halda því fram, að hver einasti einstaklingur