Heimir - 01.09.1907, Page 1

Heimir - 01.09.1907, Page 1
Að vera eða vera ekki. Þaö er sagt, aö aldrei hafi freisting aldarháttarins veriö jafn sterk og nú á dögum fyrir menn að reyna að vera og vera ekki menn, á sama tíma,— að reyna að sýnast menn, en fela undir yfirborðinu alt annað en mannlega eiginlegleika. Hvort það er satt eða ósatt, viljum vér ekki staðhæfa, en hitt er víst, að kröfurnar eru altaf að verða hærri og hærri, sem gerðar eru til manna. Þeir verða að vera sjálfstæðari verur í hugsunum og gjörðum, en áður var álitið nauðsjmlegt, og þess vegna er það kannske, að freistingarnar virðast meiri til að beygja út af þeirri leið, ganga fyrir neðan það takmark, sem hugsjónin set- ur og hverfa aðra leið út yfir lífsskeiðið bak við hamrana—nið- ur í gröfina. Áður á tíð segir postulinn oss, að það, að vera virkilegur, sé að vera Rómverji með Rómverjum, Grikki með Grikkjum, Gyðingur með Gyðingum, heiðingi með heiðingjum, Farísei með Faríseum og siðavandur með siðavöndum. Flutnings- maður fagnaðarlærdómsins og kristindcmsins valdi sér þann veg að vera, til þess að koma ár sinni fyrir borð og fá orðum sínum áheyrn. Spekingurinn á Norðurlcndum segir í hinum,

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.