Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 5
H E I M I R
77
að þeir eru í höllum og hreysuin lífið, sem veitir Líf, hin alsjá-
andi sál mannlífsins alls á jörðunni.
Þegar maður hugsar um þetta allt, hvernig veiður þá lífið,
og til hvers er það ? Eg veit það er hugraun, þegar velja skal
um það, að vera eöa vera ekki, ef hið fyrtalda kostar þrautir,
baráttu og stríð. En þó er það meining mín, að margur sé alt
af of hræddur. Það er hægt að lifa sem frjáls maður sínu æðsta
og fullkomnasta í þessum heimi, án þess það kosti stóra eymd,
vansælu og kvöl. Og enginn veit, hvað þor og von megna,
nema hann treysti á það, og enginn veit í hvaða vali mesta á-
nægjan er, nema hann gangi allar þær brautir. Til þess að vera
sannur maður, þarf ekki að borga fyrir það með píslarvættis
dauða.
Vér vitum að kröfurnar eru miklar, sem til þeirra eru gerð-
ar, sem kjósa þann kostinn, að vera menn, í hvaða umboði, í
hvaða sýslan, í hvaða embætti sem þeir eru. Það er freisting í
því, að reyna að riá takmarkinu, sem margur átítur að sé ein-
göngu það, að verða víðþekktur, mikið ræmdur, ogTelþóknan-
legur sem flestum, með því að fara kringum steínuna, og það
er hægt að ná öllu þessu með því. En margar kröfurnar, sem
gerðar eru til manna, er vilja vera menn, eru svo heimskulegar,
að þær þurfa alls ekki að takast til greina. Hugmyndir manna
um manndóm eru svo misjafnar, og oft svo öfugar, að sá er oft
mestur maðurinn, sem minnst líkist þeim skoðunum. Einn
krefst þess af þér eða mér, að vér séum heilagir einverumenn,
snúum frá oss öllum heimi og oss frá öllum mönnum og gjörum
ekkert annað en biðja guð um frelsun vorrar einu litlu sálar.En
er nokkur manndómur í því, að draga sig út úr fögnuði lífsins,
út úr baráttu lífsins, út frá ábyrgð mannfélagsins, hlaða utan
um sig veggjum á allar hliðar og setjast að á eyðistöðum sem
einlífismenn. Fyrst og fremst væri oss öllu fólki tjón að missa
nokkurn vorra meðbræðra eða aö nokkur þeirra gjörðist alhei-
lagur, því þá um leið hætti hann að berjast með oss vorri
mannfélagsbaráttu. í öðru lagi er mönnunum svo varið, að
hver einn verður að vera bæði fullkominn og ófullkominn, hag-
sýnn og skammsýnn allt í einu. Það er það, sem virðist setja