Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 9
H E I M I R
81
unarefniö sé að vera eöa vera ekki. Trúin, sem getur ekki ver-
iö til neins annars en aö lyfta mönnum á œöra hugsana stig,—
hún er von um tímanlega og eilífa framför, og hún er hugar-
helgun þeirra, sem þiá aö viröa fyrir sér hið háleita í tilverunni
—leita þaðan styrks, áræöis og hjálpar og skilnings í baráttunni
hér,—hún ætti sannarlega aldrei að veröa vesalt atvinnumál,
heldur svölun, þegar menn eru orönir of þreyttir og vilja snúa
huganum til einhvers annars en þess daglega, og leita hvíldar.
Og kæru vinir, sá maöur, er vill vera, veröur að vera sann-
ur maöur, meö engu oflofi á sjálfum sér, aldrei þykjast af sín-
um hégómlega heilagleik, heldur af því aö hann hafl orðið réttu
máli aö liöi. Þaö er hrós og hverjum manni sæmd. Og trúna
ætti hann aldrei að nota sem bragö til aö safna fé eða flæröar-
máli símalandi vina. Það er aldrei nokkrum manni óholt, aö
líkjast aö einhverju meistaranum frá Galílea. Hvergi er þess
getiö, að hann hrósaöi sér af heilagleika sínum né spyrnti viö
öörum mönnum vegna synda þeirra. Og aldrei fyrirvarö hann
sig, aö vera meö, vera góöur samferöamaður og bróðir öllum,
er hann mætti. En þó heyrist þér hjá piltum og stúlkum önnur
eins hégómaorö í garö frjálstrúaðra manna, er sýnt geta þó eins
þjóöernislega og þjóöfélagslega göfugt framferði og nokkrir—:
„Eg skammaöist mín, aö láta sjá mig meö þeim." Og þó stend-
ur þetta fólk ekki hærra en svo, aö þaö er í einhverri orþódoxri
kyrkju aö nafninu, játar kenningar hennar meö vörunum, en
neitar þeim meö hjartanu. Er þetta aö láta þaö sarna lunderni
búa f sér og Jesú Kristi? Skilja menn oröið svona kenningar
meistarans? Eg kvarta ekki yfir þeim skilningi, en mér finnst
hann aumlegur og rangur.
Sá, sem vill vera maöur, hefir um annað meira aö hugsa
en flokkanöfn. Heimurinn er stærri en nafn hans, mannfélag-
ið meira en öll þess óteljándi flokka og þjóöa nöfn, en þó er
guö alheimsins ennþá mestur. Trúðu frjáls á guö hins góöa.
Trúöu mannlegum veikleika til þess aö hann vilji ogséaðkeppa
aö guödómlegum fullkomleika og réttlæti, og vertu meö í þeirri
ferö. Það er aö vera maður og barn föðursins á himnum.