Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 13

Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 13
H E I M I R 85 enda. Varla komst nokkur hluti landsins hjá hörmungum þeim, er fylgdu þessum langa og grimmilega ófriöi. Heil héruö lögö- ust í eyði, og velmegandi borgum var sópað í burtu, verslun öll » og viðskifti urðu að engu, trúarlíf og siðferði komust á afar- lágt stig. I þessum hræðilega þrjátíuára ófriði misti Þýzkaland helming íbúanna og tvo þriðju hluta þjcðarauðs síns. Þegar stríöið var á enda, var alstaðar hungur, eyðilegging, eyrnd og mannúðarleysi að finna. Hið eina góða, sem af ófriðnum leiddi, var, aö hann kendi mönnum umburðarlyndi. Af hörm- ungum þeim, sem bæði kaþólskir menn og mótmælendur liöu, lærðu þeir, að þeir hlutu að lifa saman, hvorugir gátu eyðilagt aðra; að reyna það var að eyðileggja sjálfa sig um leið. Það umburðarlyndi var ógurlega dýru verði keypt, en máske hefðu menn ekki getað lært að verða umburðarlyndir á neinn annan hátt. Afleiðingarnar af óförum Þýzkalands vöruðu heila öld. Frelsi þess var farið. Landinu var skift sundur í mörg smá- ríki, sem var stjórnað af haröstjórum. Lífsmagn landsins var lamað. Hvað gat bjargað því? Friörik mikli Prússa konungur var fyrstur til að koma á stað voldugri endurreisn. Með sínum miklu afrekum skapaði hann hjá þjóðinni nýja trú á sjálfa sig og land sitt. Menn byrj- uðu aftur að standa á sínum eigin fótum. Nýir eldar andlegs og siðferðislegs lífs byrjuðu að brenna. Með Klopstock, Wie- land og Lessing byrjaði bókinentaleg endurvakning. Áhrif Lessings voru ekki eingöngu bókmentalegs eölis. Hann átti góðan þátt í því að færa trúarbrögðunum nýtt líf og gera þau frjálsari. Sorgarleikur hans „Nathan der weise'' var máske hin sterkasta vörn fyrir umburðarlyndi í trúmálum, sem nokkurn- tíma hefir verið rituð. Kant kom fram á sjónarsviðið og próf- aði heimspekina og trúarbrögðin á þann hátt, sem þau höfðu ■> aldrei verið prófuð áður, og afleiðingin varð sú, að bæði fengu nýtt líf og nýja stefnu. Hegel kom til sögunnar og ruddi frjálslyndinu braut bæði í heimspeki og trúmálum. Schleiermacher átti mikinn þátt í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.