Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 2

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 2
54 H E I M I R \— Sviffrár sértu, hærra, enn þá hærra vertu. Skúmaskotið sönglaust er. Og sárt er brotið vængs og vilja þeim sem létt um langa vegi léku sér á jöðrum bylja, hafs og hylja flutu á fönnum.— H'lyttu söng mót sól og degi. Mold og mönnum ljós sem lilja, sólgljá lát þig siðas; hylja. Fljúgðu út úr augsýn mannsins út til friðarlandsins. Kristinn Stefánsson IMMANUEL KANT Útdnittur úr fyrirlestri, sem fluttur var á J^ennin^urfólHgHfundi Október 1909 af GuOm. Árnasyni. Immanuel Kant fæddist árið 1724 í Königsberg á Prúss- landi. Foreldrar hans voru fátækt alþýðufólk, faðirinn stund- aði söðlasmíði. Föðurforeldrar hans höfðu komið frá Skotlandi og sext að á Þýzkalandi. P'rá 1740-46 stundaði hann nám við háskólann í fæðingarbæ sínum og gerðist síðan heimiliskennari um hríð, einsog títt var um háskólankadídata á þýzkalandi á þeim tímum. Arið 1755 varð hann “prívat-dósent” þ.e. fékk leyfi til að halda fyrirlestra við háskólann, 1770 var hann gerður að prófessor og var það til 1797. Hann dó 1804, 80 ára gamall, stórfrægur fyrir lærdóm sinn og heimspekiskenningar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.