Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 13
HEIMIR
65
cal Student and Teacher” Greinar þessar eiga a5 vera mótmæli
gegn skoöurlum Dr. Eliots fyrverandi iorstööumanns Harvard-
háskólans um trúarbrögö fraintíöarinnar.
Mótmæli þessi eru, eins og vænta má, á engum rökum
bygö. og sumt sem sagt er, eins og t.d. þaö, aö án evangelisks
kristindóms mundum vér vera álíkustigi og Suöurhafseyja búar,
er blátt áfram fjarstæöur og heimska sein undravert er að nokkur
maður skuli geta fengið af sér að halda fram nú á dögum. það
er jafn heimskulegt að vilja þakka kristindóminum alla menn-
inguvestrænu þjóöanua og að halda fram að öll hjátrú og hindur-
vitni liðinna alda hafi verið beinar afleiðingar hans.
' Dr. Eliot hefir spáð, að trúarbrögð framtíðarinnar muni
veröa frjáls og laus við trúarjátningar og guöfræðiskenningar.
Hver getur efast um að svo verði ? Hvað eru trúarjátningar og
guðfræðiskenningar kristnu kyrkjunar nú á dögnm annað en
dauður bókstafur, sem fæstir kæra sig nokkuð um ? Evangel-
iskur kristindómur mun hverfa úr sögunni sinám sainan, vegna
þess að aðal inntak hans er ekki lengnr í samræmi við þekkingu
og hugsunarhátt nútímans. Hverju sem afturhaldssömum og
þröngsýnuin möhnnm þóknast aö halda fram um hann, er
reynzlan nú þegar búin að sýna með óyggjandi vissu, að sann-
leiksgildi hans varir eins lengi—og ekki vitund lengur en þær
andlegar kringumstæöur og skilyrði, sein hann varð til undir.
En hitt er áreiðanlegt, að þó evangeliskur kristindómur
hverti hætta menn ekki þar fyrir að trúa; það rísa upp ný trúar-
brögð, sem verða í samræmi við vísindi og sannleik þann, sem
menn þekkja. Þessi trúarbrögð eru nú orðin útbreiddari en al-
ment er ætlað bæöi á meðal þeirra sem hafa sagt skilið við rétt-
trúnaö kyrknanna og einnig inargra, sein ennþá álíta sig honum
fylgjandi, án þess að vera það.
Dr. Eliot hefir alla æfi tilheyrt hinum eina sann-frjálslynda
trúariiokki, sem til er innan kristnu kyrkjunnar, og enginn
maður mun vera færari en hann aö dæma um hvert stefnir í trú-
málum. Þegar hann segir, aö trú fraintíðarinnar muni verða
frjáls lífsskoðun hvers manns, bygð á kærleikanum til guðs og
mannanna, þarf enginn að efast um aö hann hefir réttara fyrir