Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 14

Heimir - 01.11.1909, Blaðsíða 14
66 HEIMIR sér en verjendur hins viðtekna kristindóms. Geti kristna kyrkjan ekki viðurkent þann sannleik, sem únítarar og aörir frjálstrúarmenn halda fram, þá veröur hún í framtíðinni að hverfa fyrir því, sem betra er. Og mótmæli einsog þau, sein Sameiningin seilist eftir tefja, sem betur fer, lítið fyrir því sem fram verður að koma. Nokkur atriði úr sögu Gyðingaþjóðarinnar Hin verulega saga Israelsmanna byrjar með stofnun konungsríkisins um árið iooo f.k. Fyrir þann tíma voru til aðeins sundurlausar sagnir af ýmsum þjóðhetjum og merkilegum viðburðum, eins og sögurnar í Dómarabókinni bera með sér. Um uppruna þjóðarinnar er hvergi neitt sagt, sem getur álitist sögulega satt, nema það sein ráða má af hinum elstu sögnum hennar. Áður en hún settist að í Kanaans landi var hún hirð- ingjaþjóðflokkar sem ferðuðust um á jöðrum Arabíu eyðimerk- urinnar, og voru sumir af þ'eim að líkindum í ánauð á Egyfta- landi um einhvern tíma. Þessir þjóðflokkar tilbáðu efalaust marga guði. En er Móse kom til sögunnar, einhvern tíma um árið 1300 varð Jahve þjóöarguð. Þó dýrkuðu Israelsmenn guði Kanaanítanna með Jahve eftir að þeir voru seztir að í landinu. Einnig tóku þeir sér öðru hvorn guði þjóða þeirra, sem í kring urn þá bjuggu. Spámennirnir mótmæltu allri guðadýrkun, nemá Jahve dýrkuninni, eins og sjá má á öllum ritum, sem við })á eru kend. Sál og Davíð, sem voru fyrstu konungar þjóðarinnar, sain- einuðu flokkana í eina þjóð. Salómon bygði musterið í Jerú- salem, en þrátt fyrir það átti afguðadýrkun, þ.e. tilbeiðsla annara guða sér stað löngu eftir að musterið var bygt og hug- myndin um að Jahve ætti að tilbiöja aðeins á einum stað, í Jerusalem var búin að fá marga áhangendur. Eftir daga Salómons um 930 skiftist ríkið í tvent. Orsökin til skiftingarinnar var sú að Salomon lagði of þunga skatta á

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.