Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 6

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 6
i98 H E I M I R Á áttundu öld kom upp deila á Spáni og Frakklandi viövík- jandi upphafningarkcnningunni. Sú kenning haföi haldist viö á Spáni frá því á fjórðu öld, þó leynt færi, og biskup eihn þar tók sér fyrir hendur aö verja hana. Aörir biskupar risu upp á móti og út af því spanst deila, sem varaöi all-lengi. Frakk- neskur biskup einn aö nafni Felix var ákveönastur talsmaöur upphafningarkenningarinnar. Enn á kyrkjuþingi 799 voru skoöanir hans dæfndar villutrú og hann sjálfur hneptur í fang- elsi. Karl, mikli keisari, sem var krýndur í Róm áriö 800 geröi sér alt far um aö útbreiöa rétta kyrkjutrú í hiun víölenda ríki sínu. Undir hans stjórn varö kyrkjan aö ríkiskyrkju í strangasta skilningi, og lengi upp frá því voru páfarnir ýmist á valdi keisaranna, eöa keisararnir á valdi páfanna, en báöum var jafn umbugaö um, aö leyfa engar trúarskoöanir, sem gátu skift kyrk- j u n n i. Næstu þrjú hundruö árin eöa meira var lítiö rætt um þrenn- ingarkenninguna. Deilurnar á níundu og tíundu öld snérust utn altarissakramentiÖ, forlög og náð og fl. Skólaspekingarnir svo nefndu geröu sér alt far um aö útskýra kenningar kyrkjunnar svo aö þær kæinu ekki í bága við hugsunarhátt og þekkingu hinna mentuöu. En skoöanir þeirra voru gersnauðar af öllu frumlegu; þær voru ekkert annaö en röksemdafærsla um gamlar kenningar, sem oft og einatt uröu aö smámunalegustu hártog- unum. Á tólftu öldinni byrjaöi afturkast á rnóti hinu veraldlega valdi kyrkjunnar og munuölífi klerka og kyrkjuhöfðingja, sem því fylgdi. Afturkast þetta geröi vart viö sig í villutrúarflokkum, sem þá voru uppi, og í stofnum betlirnunkareglanna. Orsakir þess voru mótmæli gegn valdi kyrkjunnar, sem voru farin að gera vart viö sig hjá einstöku læröurn mönnum, og áhrif sem bárust austan aö úr Donárdalnum, þar sein aö miklu óbrotnara trúarlíf en þaö sem alrnent var í kaþólsku kyrkjunni haföi átt sér staö frá byrjun. Villutrúarflokkarnir urðu fyrir hinum grinnni- legustu ofsóknum. En þrátt fyrir þaö þó kyrkjan geröi sitt ýtrasta til aö bæla niður allar hreyfingar, sem á nokkurn liátt gátu rýrt hiö verald-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.