Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 17

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 17
HEIMIR 209 löndum þátt í honum. Frá Ameríku fara um 200 fulltrúar. I sambandi viö þennan fund veröur haldið 400 ára afmæli únítara kyrkjunnar á Ungverjalandi. Til 103 safnaöa og trúboöa í Bandaríkjunum og Canada hefir félagiö veitt ,57, 508 dollara á árinu, 14 nýjir söfnuöir hafa verið stofnaöir og fimm kyrkjur bygöar. A ineöal innfiytjenda til 18andaríkjanna og Canada heldur félagiö. algerlega uppi eöa styður únítarískt trúboö og söfnuöi hjá eftirfarandi þjóöflokkum : Svíum, Norðmönnum, íslendingum, Finnum og ítölum. Tekjur félagsins á árinu voru $149,043.68 og útgjöld $144,170.93, Af tekjunum voru því nær 50 þús. dollara gjafir frá söfnuðutn, yfir 21 þús. gjafir frá einstaklingum, yfiró^ þús. fekjur af eignum, afgangurinn tekjur af ýinsu tagi. Af útgjöldunum gengu nær 60 þús. til útbreiðslu og lijálpar söfnuðum í Bandaríkjunum, nær 6 þús. til útbreiöslu í öörum löndum, til bóka útgáfu rúmar 7 þús., laun starfs- manna rúm 2 1 þús., afgangurinn til ýmsra útgjalda. Fetta er ágrip af starfsemi félagsins á einu ári. Vitaskuld nær þaö ekki til starfsemi konferenzanna innan þess, að svo iniklu leyti sem hún er ekki styrkt, á einhvern hátt af félaginu. Og, eins og allar skýrslur, gefur þaö eðlilega mjög litla hug- mynd um vöxt og viðgang únítariskra skoðana. UNDRAMYNDIN KFTiR SARAH NOBI.E—IVES Allir íbúar bæjarins Nulleparte voru frámunalega starfsai. ir. Teir gáfu engu minsta gaum nema verzlun og iönaöi og gengu um meö niöurbeygö höfuð hugsandi um hvaö þeir væru aö gera og hvað þeir ættu að gera næst. Þeir höföu engar tómstundir til skemtana, og jafnvel ástaræfintýri unga fólksins voru stutt og bygð á verzlunariegum grundvelli. Einn dag kom ókunnugur maöur þar í þorpiö og baö uin stóra loftiö yfir járnvörubúöinni til leigu.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.