Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 16

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 16
184 H E I M I R aöist Goethe brátt marga vini. Á meöal þeirra var maöur, sem Kestner og unnusta hans Charlotte Buff. Goethe feldi ástarhug til Charlotte áöur en hann vissi aö hún var trúlofuð Kestner. Þegar hann vissi þaö fór hann í burtu frá Wetzlar, þvf hann vildi ekki vera þar Kestner og unnustuhans til leiöinda; og sýnir þaö vel göfuglyndi hans. I tilefni af þessu ástaræfmtýri sínu skrifaði hann hina óviðjafnanlegu bók sína, “Leiden des jungen Werthers.” I henni lýsir hann sínu eigin hugarstríöi, sem hvað eftir annaö kom honum á fremsta hiunn með að fremja sjálfs- morð. Á endanum sigraöi samt starfslöngun hans og skynsam- leg hugsun þetta sjúka sálarástand. Fregn um þaö aö einn af vinum hans heföi ráöiö sér bana, kom honum til aö kasta frá sér hinu óbærilega þunglyndi og gleyma sorg sinni. En þaö sem hann haföi reynt varð hann aö draga saman íeittoglýsa; þannig varö hin frábæra lýsing mannlegra tilfinninga, sem Werther hefir aö geyma. Þess mágetaað Kestner bar ávalt hina me.itu viröingu fyrir Goethe og virðist ekki hafa veriö vitund afbrýðis- samur gagnvart honum, og er þaö máske alveg sérstakt undir kringumstæöunum. Hann dáöist aö Goethe og áleit hann einn hinna göfugustu manna, er ’nann hefði þekt, Frá Wetzlar fór Goethe aftur til Frankfurt og hélt þar áfram málafærslustörfum sínum, en gaf sig þó aldrei meö lífi og sál viö þeim. Hann hélt áfram að rita og lesa. Sérstaklega var hann um þessar mundir hrifinn af ritum heimspekingsins Spinoza. Hann varö fyrir miklum og varanlegum áhrifum frá honum. I heimspeki Spinozas felst algjör algyöistrú. Hana tileinkaöi Goethe sér og var hún upp frá því mikilsverðasti þátt- urinn í lífsskoðunum hans. Tímabilið frá því hann yfirgaf Wetzlar og þar til hann flutti til Weimar er fremur viöburöafátt; nema ef geta skyldi þess að á því trúlofaöist hann opinberlega kaupmannsdóttur einni í Frankfurt, en brátt viröist hafa slitnað upp úr því sambandi. Á þessu tímabili ritaöi hann nokkur af hinum styttri leikritum sín- um og Faust miöaöi nokkuö áfram. Áriö 1775 byrjar nýtt tímabil í lífi Goethes. Þá kom Karl Ágúst til valda í hertogadæminu Sachsen—Weitnar—Eisenach.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.