Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 21

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 21
HEIMIR 189 þaö væri ólöglega jþft frá sjónarmiöi kyrkju sinnar. Til skamms tíma hefir kyrkjan ekki haldiö fram sínum löguin gegn lögum landanna, en uúverandi páfi, sem vill í öllu halda fratn réttindurn kyrkjunnar, þar sem þaö er mögulegt, hefir skipað svo fyrir, að þeim skuli haldið fram. I fylkinu Quebec hér í Canada hefir þetta valdið deilu, Meþódistar og aðrir hafa risiö upp á móti því að kyrkjulög væru tekin fram yfir landslög, og að einum trúflokki væri gert hærra undir höfði en öðrum. Vegna þess að kyrkjulög voru eitt sinni landslög í Quebec, á meðan fylkið var alkaþólskt, og lögunum hefir ekki verið breytt svo að þau séu tvímælalaus, hefir boð páfans meira gildi þar en víðast hvar annarstaðar. I deilu þessari er það eftirtektarvert, hversu langt mannkynið er komið fram úr ýmsum stofnunum, sem fyrir fáum hundruðum ára voru álitnar að vera óskeikular. í lýðveldinu Portúgal hefir stjórnin nýlega lý7st því yfir, að öllu sambandi á milli ríkisins og kaþólsku kyrkjunnar væri lokið, og að hún, stjórnin, viðurkendi alment trúfrelsi. Auðvitað þýðir það ekki að Portúgal hætti að vera kaþólskt land. Meiri hluti íbúanna er efalaust kaþólskur í anda, en það þýðir, að mönnum er gert jafn hátt undir höfði, hvaða trú sem þeir hafa, frárfkisins hálfu. En í raun og veru á það hvergi sér stað, þar sem ríkis- kyrkja er. Óeirðir miklar hafa gengið á Frakklandi vegna þess að stjórnin, sem er ný, hafði gefið leyfi til að vín það sem framleitt er í vissu héraði, væri selt undir nafninu “sjampaní.” Þetta spilti fyrir þvf héraði, sem áður hafði einkarétt til nafnsins. Eignir voru eyðilagðar, og sá stjórnin sér ekki annað fært en að taka málið til íhugunar aftur. Þegarþaðer íhugað hversu mikið af eignum er notað til framleiðslu áfengra drykkja í ýmsum lönd- um og hversu margt fólk hefir atvinnu viö hana, virðist eins og það muni eiga langt í land ennþá að bindindi komist á yfir- leitt. En takist að smá snúa þjóðunum frá áfengisnautninni, þá verður framleiðslunni hætt af sjálfu sérogallir þeir sem að henni starfa finna einhverja nytsamlegri atvinnugrein.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.