Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 20

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 20
H E I M I K 1S8 leiksins stöfuðu meöfratn af því að efnið var þjóðlegt. eti það einmitt var óvanalegt á Þýzkalandi á fyrri árum Goethes. Iphigenie, sem er eitt af helztu leikritum hans, er bygð á grískri þjóðsögu. I henni birtist hin gríska fegurðartilfinning, sem Goethe lærði að þekkja til fulls á ferð sinni til Italíu. Eg'mont er út af frelsisbaráttu Niðurlandanna við Spán, og er eitt hið tilkomumesta rit Goethes. Torquato Tassó var ítalskt skáld á lóöld. I það leikrit hefir Goethe ofið mikið af sinni eigin lífsreynzlu. Hermann og Dorothea sýnir þýzkt borgaralíf á dögum Goethes. Sá leikur hefir alt af verið í miklu afhaldi á þýzkalandi. Ahrifa frá Schiller gætir þar mest, að dómi þeirra sem bezt eru kunnir. Vilhelm Meister er um hugsjónir lista- mannsins og baráttu fyrir þeim. Öll þessi leikrit eru stórmerki- leg, og hefðu efalaust nægt til að gera höfund þeirra frægan; en mest af öllu, stórkostlegast og óviðjafnanlegast er hinn mikli sorgarleikur lífsins, Faust. Frámhald. Úr ýmsum áttum. Kaþólska kyrkjan hefir, eins og kunnugt er, ýms lög, sem eiga að heita bindandi fyrir alla meðlimi hennar, hvað sem lögum landa þeirra, er þeir eru búsettir í, líður. Ein af lögum þessum snerta hjónaband" Samkvæmt lögum kyrkjunnar er enginn kaþólskur maður, eða kona, réttilega giftur nema að giftingar- athöfnin sé framkvæmd af kaþólskum presti. Þetta gildir jafnt þó annað hjónanna sé mótmælendatrúar. En í ölíum inótmæl- endalöndum er gifting lögleg samkvæmt landslögum sé hún framkvæmd af presti, hvaða trúar sem hann er, og þar sem borgarlegt hjónaband á sér stað, ef hún er framkvæmd af hlut aðeigandi-embættismanni. Þessi mismuhur á lögum kyrkjunnar og landslögunum hefir valdið því að kaþólskt fólk, sem hefir verið gift af mótmælendaprestum, hefir þóst geta skilið, þar eð

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.