Heimir - 01.09.1911, Síða 8
4
H E I M I R
Það er óhœtt aS segja, að um flestar gamlar og viðteknar
skoðanir, hvort heldur í stjórnmálum, trúmálum eða einhverju
öðru, viti almenningur mjög lítið. Flestir vita í raun og veru
ineira um hið nýja í hreyfingvm og hugsunarhætti, sem er að
myndast í mannlífinu kringum þá. Til \ ess að vita hvað ein-
liver viðtekin skoðun er, er nauðsynlegt að þekkja hana frá byrj-
un; þekking á uppruna hennar er engu síður áríðandi, en þekk-
ing á núverandi ásigkomulagi. En all-oftast er fjöldi þeirra,
sem þátt taka í almennum málum, mjög ófróðir um uppruna
hinna sérstöku skoðana. Til þekkingarinnar á uppruna þessa
eða hins tilheyrir ekki að eins það, að geta rakið það eitthvað
aftur í tímann, að einhverjum sögulegum upptökum, heldur einn-
ig að vita hvers vegna það varð til. Setjum svo, að fyrir hundr-
að árum hafi einhver viss stjórnmálaskoðun hafist hji einhverri
þjóð og rutt sér til rúms, þar til hún var alment viðtekin. Þó
maður viti hvenœr hún hófst, hverjir upphafsmenn hennar voru,
hvernig hún útbreiddist o. s frv., þá er það ekki að þekkja
hana til hlýtar. Hvað var áður en hún kom til sögunnar? hvað
orsakaði byrjun og útbreiðslu skoðunarinnar? hvernig voru
kringumstæðurnar, sem hún myndaðist undir? Þetta eru spurn-
ingar, sem verður að svara til þess, að mögulegt sé að gera sér
grein fyrir þýðingu skoðunarinnar um allan þann tíma, sem hún
hefir varað.
Séu nú orsakir og byrjunar-skilyrði kunn, þá er um leið
fengið eitt aða 1-skilyrðið fyrir réttum skilningi á skoðuninni eins
og hún er. Þá sést að hún hefir ekki risið af tilviljun, eða sam-
kvæmt vilja einhverra vissra manna, heldur af nauðsyn, sem
einhverjar breytingar í almennum hugsunarhætti þá sköpuðu.
Með því nú að athuga, hvort samskonar nauðsyn sé enn þá til í
hugsunarhætti manna yfirleitt, fæst réttur skilningur á skoðun-
inni og gildi hennar, ef það er nokkurt. Að slíta skoðunina út
úr sínum eðlilegu samböndum í heildinni, sem hún tilheyrir, er
að sýna hana í röngu ljósi. Þannig einangruð er hún í raun og
veru óskiljanleg. Og þegar þess svo er krafist, að henni sé fylgt
að eins vegna þess, að hún hafi varað um lengri tíma, án tillits