Heimir - 01.09.1911, Qupperneq 9
HEIMIR
5
til þess, hvort hún enn þá stendur í nokkru verulegu sambandi
viö hugsanalíf inanna, þá er krafist aS menn fylgi því, sem þeir
ekki þekkja.
All-flestir menn þekkja viðteknar skoöanir að eins til hálfs;
þeir þekkja þær eins og þær eru orðnar, eftir að hafa gengið í
erfðir eina kynslóð fram af annari, og hafa fengiö á sig einhvern
vissan blœ með hverri. Um uppruna þeirra vita flestir nœsta
lítið nema máske að eins á yfirborðinu, Hin eina festa, sem
þœr oft og einatt hafa í hugum almennings er sú festa, sem vani
og skortur á verulegri hugsun orsakar.
Nýjar skoðanir, hvaða eölis sem þær eru, geta náttúrlega
verið mjög óstöðugar, þœr getur skort verulega rótfestu í jarð-
vegi hins andlega lífs. En þó svo sé, munu menn oftast í raun
og veru skilja þær betur og tileinka þœr sér betur, en hinar
gömlu. Það kemur til af því, að þær tilheyra því lífi sem menn
lifa á einhvern hátt; þær eru ekki með öllu óskyldar því sem er,
heldur standa í einhverju sambandi við það. Þegar hinar nýju
skoðanir snerta þau málefni, sem eru mönnum mest áhuga- og
alvörumál, þegar þœr eru sönn viðleitni einhverra að grafa nið-
ur að neösta grunni mannlegs sálarlífs á einhverju starfssviði
þess, en ekki óeinlægnislegt kák og blekkingar, þá eru þær
það stöðugasta, sterkasta og áhrifamesta, sem til er. Allar gagn-
gerðar byltingar og ástands-breytingar í lífi þjóða og einstakl-
inga hafa átt sér stað vegna þess, að nýjar skoðanir hafa mynd-
ast, sem hafa gegnsýrt hugsunarháttinn og lífið sjálft. Þessar
skoðanir hafá menn skilið og þekt; þœr hafa verið einn hluti
Jífs þeirra; þœr hafa vaxið upp af einhverri þórf, sem menn
fundu ljóst til. Menn taka ekki við þess konar skoðunum vegna
þess, aö þær gilda sem rétt meining; þær vaxa upp í sálum.
þeirra, og það þó þœr komi, eins og allar skoðanir verða að gera,
fyrst í ljós hjá einstökum mönnum. Hugsandi mennirnir svo
nefndu, nefnilega þeir sem hugsa frumlega, hugsa jafnan það
sem vakir í tilfinningu fjöldans, en sem þeir einir geta látið birt-
ast í hugmyndum og skoðunum.
Hið nýja og núverandi, það sem á sér djúpar rætur í mann-
lífinu, eins og það er; það sem felur í sér alvarlega viðleitni að