Heimir - 01.09.1911, Síða 12

Heimir - 01.09.1911, Síða 12
8 HEIMIR (daimon) mannsins og til grísku hetju dýrkunarinnar, Þetta' var trú á guðdómlegt afl, sem birtist í manninum; en þaö er at- hugunarvert, að þaö var afleiðing en ekki orsök trúarinnar á guö- dómlegt afl. Hinn fyrsti mikli maöur í hinum gríska heimi, sem var viðurkendur sem guðdómlegur, var Alexander mikli. Eftirmer.n hans nutu sömu upphefðar; Ptólómeus fyrsti á Egyptalandi var tekinn í guðatölu eftir dauðann; og með tíman- um fylgdi eðlilega upptaka Kómverjakeisaranna í guðatölu. í samræmi við þessa trú var persónan, sem hið guðlega afl birtist í,nefnd fielsari (sóter) og birting hinsguðlega kraftai í henni hrein opinberun, jafnvel fyrir daga kristninnar. Ein stefnan, sein krist- iudómurinn átti að fylgja, eða öllu heldur fylgdi, var þannig undir búin; heimurinn var að nokkru leyti vanur vjö og undir- búinn fyrir hugmyndina um guðdómlegan frelsara opinberaðan hér og nú á jörðunni. Hversu ónóg þessi hugmynd var út af fyrir sig, sést af því hvernig fór þegar hún fékk á sig þá mynd, að rómversku keisararnir voru gerðir að guðum. Einstakling- urinn, sem var meðlimur liins siðferðislega og mentunarlega samfélags, sem gríska menningin myndaði, fann til engrar and- legrar þarfar h’rir afdregna neikvœða eingyðistrú, heldur fyrir persónulegan guð, sem hann gat konflð til í sfnu eigin hjarta. hetjutrú setti af stað hreyíingu, sem var grundvölluð á við- urkennirgu hins guðdómlega í manninum, en sem endaði með því að bjóða manninum að finna guð, ekki í sínu eigin hjarta. heldur í persónuleika dauðlegs einstaklings eins og hann sjálfur var. Sú hugmynd, að slíkur maður vœri guð opinberaður í heiminum, var ekki að e.ins villandi, það kom á daginn að hún varð fyrirlitleg, Samt sem áður reyndi rómversk stjórnvizka — og sú stjórnvizka, sem gat myndað og viðhaldið rómverska keis- araríkinu, þarf engsn annan vitnisburð en þann -- að láta þessa hugmyrd verða bœði að ytra sameiningar merki og innri sam- einingar krafti rómverska ríkisins. Hugmyndin var ekki afleið- ing stjórnkœnsku; og hún var eitthvað meira en afvega fœrð hetjutrúar guðfræði. Vér verðum, til þess að skilja liana, að bera í hnga, að trúarbrögð ítölsku þjóðflokkanna voru á mjög lágu stigi áður en þeir komust undir áhrif annara þjóða; hinir

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.