Heimir - 01.09.1911, Page 13

Heimir - 01.09.1911, Page 13
H E I M I R 9 innlendu guðir þeirra voru ófullkomnir, en trú þeirra á verndar- anda fyrir alla menn var rótgróin. Saga trúarbragða þeirra er öll urn það, hvernig útlend tiúarbrögð komu hvað eftir annað inn í landið rneð verzlunar og stjórnmálalegum viðskiftum við aðrar þjóðir. Við hlið innlendu guðanna komu hinir ný-inn- fluttu guðir; fyrst grískir guðir og síðan austurlenzkir. — Sybil, Bakkus, Miþras, Isis. Móttækileiki fyi-ir trú einkendi Róm — móttækileiki miklu fremur en trúarleg starfsemi. Þessi róm- verski móttækileiki varð hjá stjórnmálamönnum þeirra að um- burðarlyndi, sem er sama og afskiftaleysi um trúmál — umburð- arlyndi, sem þegar það er meginregla stjórnmálamanna, leggur áherzlu á ytri trúarbragða siði vegna pólitiskra hagsmuna, og sameinar helgisiðahald og algert afskiftaley-si um hverju hver og einn trúir eða hverju hann trúir ekki. Þannig urðu 1 Róm hin- ir ytri trúarsiðir innihaldslausir; í þeim myndaðist óeðlileg auðn, sem menn ekki gátu sætt sig við. Syndarmeðvitund, þrá eftir frelsun og hjálpræðisþörf, sern studdu að, ef ekki voru orsök dul- trúarinnar í Eleosis og annarstaðar í hinum gríska heimi, áttu sér einnig stað í Róm, og dulspekin, sem þreifst í þeim jarðvegi hefir skilið eftir ummerki sín í sjöttu bókinni í Æneid Virgilíusar. Þessi tilfinning um þörf á frelsun var notuð í pólitiskum tilgangi af Agústusi. Stjórn hans átti að byrja nýtt tímabil endurfæð- ingar og endnrnýjungar mannkynsins. Frelsunin átti vissulega að vera þjóðleg, en ekki fyrir einstaklinginn, og hún átti að vera einkend með margbrotnum siðum. Til Hórasar voru sótt ljóð; musteri og prestaembætti voru endurnýjuð; Virgilíus var kvadd- ur til að tengja mikilleik nútímans við dýrð hins liðna. En samt mistókst þessi tilraun að hverfa aftur í tímann. Eða öllu held- ur hún tókst, því tilgangurinn, sem á bak við lá, var ekki að hverfa aftur til lýðveldistímanna og lýðveldisstjórnarinnar, held- ur að gera greiðari umskiftin frá lýðveldinu til keisaravaldsins, með því, að láta líta svo út sem hreyfingin væri afturhvarf til eldra fyrirkomulags. Tilgangurinn í öllu saman var ekki trúar- bragðalegur heldur pólitiskur. Keisararnir urðu guðdómlegir, verndarandar þeirra voru tilbeðnir. Upp úr samblöndun allra hugsanlegra trúarbragða, innlendra, grískra, austurlenzkra, reis

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.