Heimir - 01.09.1911, Page 16

Heimir - 01.09.1911, Page 16
H E I M I R T 2 breytanlegt í náttúrunni og í inannlífinu, og við höfum ekki um neitt að velja nema að nota það í hugsun okkar viðvíkjandi öllu í trú okkar, sem nær út fyrir hinn þekta heim. I öllum goða- fræðum, indverskum, grískum, norrænum, frá Seifi til Hermesar, frá Þór til Loka, hafði hver guð nægt starfsvið fyrir alla sína hæfileika, og hvert starfsvið guðlegs kraftar tilheyrði þeim guði, sem hæfileika sinna vegna var hæfur til að vinna á því; 'og hver okkar, þrátt fyrir allar óvissu spurningar, reynir ekki fyrst af öllu að sýna fram á, að það sé rúm og starf fyrir guð í heiminum — starfsvið sem að eins ahnætti og alvizka, hinn ótakmarkaði geti unnið á. Embætti, sem útheimti ekkert starf er óhugsandi » stjórn alheimsins, en enn þá óhugsanlegra er svið autt og tómt. Seint á elleftu öld eða mjög snemma á þeirri tólftu var rit- uð bók af einum nafnkendasta guðfræðingi þess tíma, Anselni erkibiskupi í Kantaraborg. Titill bókarinnar var orðin, sem standa í byrjun þessa bréfs: Cttr dats hovto. Tilgangur bókar- innar var að segja til hvers guð hefði gerst maður. Fyrir þann tíma höfðu kristnir menn trúað að guð sonur hefði gerst maður til þess, að veva agn fyrir djöfulinn. Því var trúað að synda- fallið hefði gefið djöflinuin lagalegan tilkallsrétt til allra afkom- enda Adams — gildi þessa réttar var stöðugt viðhaldið meö syndum manna af hverri kynslóð. En þegar þessi réttur brást, tók djöfullinn hinn ódauðlega og syndlausa guðs son meö valdi og krafðist hans fyrir ríki sitt. Hann fyrirgerði rétti sínum með heimildarlausri eignartöku og var neyddur til að undirskrifa upp- gjöf á tilkallsrétti sínum til allra kristinna manna. Martineau hélt fram að þetta væri hin samræmisfylsta fram- setning endurlausnartrúarinnar, sern nokkurn tíma hefði til ver- ið, og svo virðist mér vera. En aldarandinn var á móti því að henni væri haldið, og Anselm fylgdi að eins þeim aldaranda, þegar hann gaf alt aðra ástæðu fyrir því að guðs sonur hefði komið til jarðarinnar. Djöfullinn var ekki lengur látinn vera ein persónan í þessum allsherjar sjónleik, réttlæti guðs var látið koma í hans stað. Frá þeim tíma til þeirra tíma, er menn og konur, sem enn eru-ekki gömul, muna eftir, hefir því verið trúað af orþódox-kristnum mönnum, að Kristur hafi kornið í heiminn,

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.