Heimir - 01.09.1911, Síða 26

Heimir - 01.09.1911, Síða 26
22 H E I M I R hversu dreugirnir í þessum æfintýra borgum þínum sækjast allir eftir sömu vitleysunni og þrá af öllu hjarta aö komast upp í fjöllin. Og ég skal segja þér eitt, þeir, sem fara niönr á slétt- una dvelja þar mjög stutt þangaö til þeir fara aö óska að þeir væru komnir heim aftur. Loftiö er ekki eins hreint og létt þar og sólskiniö ekki bjartara. Og hvaö viðvíkur fallegum mönnum og konum, þú mundir sjá margt af þeim í tötrum og margt af þeim afmyndaö af hræöilegum sjúkdómum; og borgirnar eru svo slæmir staöir fyrir fólk, sem er fátækt' og viðkvæmt, aö margir grípa til þeirra úrræöa aö stytta sér aldur”. “Þú hlýtur aö halda að ég sé mjög einfaldur”, svaraöi Villi. I “Þú mátt trúa því aö ég heff haft opin augun, þó ég hafi aldrei komiö út úr þessum dal. Ég veit hvernig eitt lifir á ööru; t.d , hvernig fiskarnir bíöa í hringiðunni til aö ná í félaga sína; og smalinn, sem er svo fallegur á myndunum, þegar hann berheim lambiö, ber þaö heim til aö hafa þaö í miödagsverö. Ég býst ekki viö aö finna alt eins og þaö á aö vera í borgunum. Þaö er ekki þaö, sem veldur mér áhyggju; þaö getur hafa verið þaö einu sinni; en þó ég sé alt af hérna, hefi ég samt spurt margra spurninga og fræöst töluvert nú síöustu árin, og þaö hefir nægt til aö lækna mig af mínum gamla hugarburði. En þú vildir ekki láta mig deyja eins og hund án þess aö hafa séö alt sem hægt er aö sjá og gert alt sem maður getur gert, hvort setn þaö er gott eöa ilt? Þú vildir ekki aö ég eyddi öllum rnínum dögum hér á milli vegarins og árinnar, án þess svo mikiö sem aö reyna til aö lifa lífi mínu?—Ég vildi heldur deyja undir eins”, hrópaöihann, “en dragast áfram eins og ég geri nú”. “Þúsundir manna”, sagöi ungi maöurinn, “lifa og deyja eins og þú og eru ekki óhamingjusamir fyrir það”. “Ó!’’ sagði Villi, “ef þaö eru til þúsundir sem vildu vera í mínum sporum, hvers vegna skyldi þá ekki einhver þeirra fá þaö?” Þaö var orðiö dintt; lampi hékk í laufskálanum, sem kast- aöi ljósi á boröið og andlit þeirra, setn töluöu; meöfram dyra- boganum lágu laufin á skálagrindinni og sló ljósið birtu á þau við dökkan næturhimininn, þau litu út eins og gagnsætt, grænt

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.