Heimir - 01.09.1911, Qupperneq 27
H E I M I R
23
myndask.raut á dökkbláum grunni. Ungi maöuiinn feiti stóö á
fætur, tók um handleggimr á Villa og leiddi hann út undir beran
kveldhimininn.
“Hefiröu nokkurn tíma horft á stjörnurnar?” spuröi hann
og benti upp.
“Oft og einatt’’, svaraöi Villi.
“Og veiztu hvað þær eru?”
“Ég' hefi hugsað mér inargt”.
“Þær eru heimar eins og jörðin okkar”, sagöi ungi rnaöur-
inn. “Sumar þeirra eru nrinni, en aörar milljón sinnunr stærri;
og sumir minstu Ijósdeplarr.ir, sem þú sérð eru ekki aö eins heiin-
ar. heldur hópur af heimum, sem snúast hver um annan í geimn-
um. Viö viturn ekki hvaö getur verið í neinurn þeirra; rnáske
úrlausn allra okkar vandkvæöa, eöa lækning allra okkar rneina.
Og þó geturn viö aldrei náð þangaö; öll kunnátta hinna marg-
fróöustu manna gæti ekki útbúið skip, sem næði til hins næsta
af þessum heimurn, og hin lengsta niannsæfi mundi heldur ekki
veröa nógu löng fyrir slíkt feröalag. Þegar viö höfum beöiö ó-
sigur í einhverjunr stórkostlegum bardaga eöa þegar kær vinur
hefir dáið, þegar viö erurn yfirbugaðir eöa þegar alt leikur í
lyndi, alt af og ófrávíkjanlega skína stjörnurnar yfir höföum
okkar.’ Þó hér stæöi heill her af mönnum og hrópaöi af öllum
mætti, þá inundi ekki hinn ininsti ómur ná þangaö. Hið eina
sem viö getum gert er að standa hér niöri í giröinum og taka
ofan; stjörnuljósiö skín á höfuö okkar, og þar sem mitt er að
byrja aö verða sköllótt ei ég viss um aö þú getur séö glampa á
þaö í myrkrinu. Fjalliö og músin. í’aö verður víst aldrei meira,
sem viö höfum meö Arktúrus að gera. Skilur þú dæmisögu?”
bætti hann viö og lagði höndina á öxlina á Villa. “Dæmisaga
er ekki hiö sanra og rökfærsla, en sannfærir vanalega miklu
betur”.
Villi beygöi höfuðið dálitla stund, síðan leit hann aftur upp.
Honum sýndist stjörnurnar stækka og verða bjartari, og eftir því
sem hann leit hærra sýndist honum þær fjölga.
“Nú skil ég”, sagöi hann viö unga manninn, “viö erum í
rottugildru”.