Heimir - 01.10.1911, Page 2

Heimir - 01.10.1911, Page 2
26 HEIMIR Úr Helgisögum ítala. I. Hversu Makaríus frá Alexandría sá fjölda óhreinna anda í kyrkju, er freistuðu manna á ýmsan hátt. Eftir sögu Hérónými helga. Makaríus Jvaldi í þeim .stað er nefndur var Skýþía. var þaö stórt munkasetur um tvær dagleiðir frá Nítríaklaustri, lá þangað enginn vegur og varð að eins komist þangað með því að miða áttina við stjörnurnar. Þar var vatns skortur, vatnið fúlt en þó eigi bragðilt. Þar bjuggu fáir munkar aðrir, en þeir er allra voru helgastir, því svo var staðurinn ægilegur að fáir fengu haldist þar við. Þeir lifðu í mikluin kærleika sín á meðal, og eins gagnvart þeim munkum er komu að heimsækja þá. Og vil ég segja frá einu dæmi, þessa kærleika, er þeir auðsýndu. Makaríus, er eitt sinn var gefinn kvistur, með vínberjum, tók berin og gaf þau strax öðrum, er hann áleit sér meiri þurfamann. En þessi. gerði guði þakkir fyrir örlyndi Makaríusar, áleit að annar munkur þyrfti þeirra meira með en hann og gaf þau honum. Þannig gengu þau milli allra í klaustrinu unz að lokum þau komu til Makaríusar aftur, er þá sþynjaði hve mikill kærleikurinn og hóf- semin, var á meðal þeirra, var örvaður til meiri ástundunar en áður. Trúaðir menn hafa sagt frá því, er heyrðu það af hans eigin vörum, að eitt sinn kom djöfullinn, búinn eins og munkur, drap á klefadyr hans og sagði: “Stattu upp, Makaríus, látum oss ganga til kyrkju, þar sem allir munkarnir eru”. Og Makaríus, er þekti hann, svaraði: “Þú lyga-óvinur alls sannleika, hvaða samfélag átt þú með söfnuði bræðranna?” Þá sagði Satan, er hann sá að hann var uppvfs orðinn: “Vitið þér þá ekki, að á

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.