Heimir - 01.10.1911, Síða 4

Heimir - 01.10.1911, Síða 4
28 HEIMIR móttöku hurfu árarnir burt, en hann sá engil guðs legsja hönd sína yfir hönd prestsins þegar hann útdeildi þeim. Frá þeim tíma hlotnaðist honum sú náð að sjá allar sjónhverfingar óvinar- ins í hjörtum munkanna um bænatímann, og eins að þekkja þá úr, er maklega meðtóku sakramentið. II. Silfurpokinn. Eftir Ercidíits helsra. Á Nitríafjalli bjó líka Ore ábóti, en hann sá eg ekki þvf hann var þá dáinn; en mikið heyrði eg af honum látið fyrir óvið- jafnanlegar dygðir hans, einkum ambátt Krists, Milíana helga, er bæði sá hann og heyrði. Um hann var þess getið sérstak- lega, að hann hetði aldrei logið, formælt, guðlastað eða mælt Orð, nema stórt efni bæri til. Á fjalli þessu bjó líka Panibó á- bóti, og lýsti sér ágæti hans af hinum góðu og fullkomnu læri- sveinum hans. Meðal þeirra voru Díóskórus biskup, bræðurjiir Ammoníus Evsebíus og Utimus, Orígen, Drakontíus og Nípóte. er allir báru óviðjafnanlega frægð og heilagleika. Þó Parnbó væri skrýddur ölluin hugsanlegum dygðum, bar þó ein af öðrum, sú, að hann fyrirleit mikillega alt gull og silfur, en elskaði fátækt og allsleysi. Af honum sagði mér hin heilaga Milíana þetta: “Þegar eg fór frá Róm og kom til Egyptalands til þess að sjá hina heilögu feður á Eyðimörkinni, fór eg fyrst til Alexandríu og átti tal við Isídóra ábóta, og frétti eg fyrst hjá honum af hinu mikla dygða ríkidæmi Pambós, bað eg hann því að fylgja mér t eyðimerkurinnar svo eg fengi að sjá hann, og gjörði hann það. “Og jafnskjótt og eg var komin alla leið til hans, hneigði eg mig fyrir honum og gaf honum poka er í voru 300 pund silfurs og baðst þess um leið, að hann gæfi mér i þess stað.eitthvað frá sér. Og hann, reis ekki frá sæti sínu, hætti ekki að riða körfu er hann var með, né leit við mér, og engu svaraði hann öðru en þessu: “Guð launi þér”. En við einn lærisveina sinna sagði

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.