Heimir - 01.10.1911, Qupperneq 6

Heimir - 01.10.1911, Qupperneq 6
30 HEIMIR Gríska menningin og kristindómurinn. Eftir T. B. Jevons. (Þýtt úr The Harvard Theological Eevievv 1908). (Niöurl.). Gyðingdómurinn haföi einnig, líkt og Miþratrú- in, en þó borinn af öörum öflum, borist út um gríska heiminn. En þaö voru Gyöingar, sem bjuggu utan Gyðingalands, ekki þeir sem bjuggu í heimalandinu, sem uröu fyrir áhrifum grísku menningarinnar. Og áhrifin, sem Gyðingar, er bjuggu utan heimalandsins urðu f-yrir, eru augsýnileg og ómótmælanleg; eigi að eins mæltu þeir á gríska tungu, heldur gátu alls ekki skiliö sínar eigin ritningar nema ígrískum þýöingum. Að nokkru leyti, þó í takmörkuöum skilningi væri, vann grískur hugsunar- háttur bng á þjóöareinræni þeirra. Fíló er eftirtektavert og einstakt sýnishorn áhrifanna, sem grísk heimspeki hafði á Gyð- inga utan heimalandsins. Áhrif grísku menningarinnar á Gyö- ingana voru aldrei mikil, en áhrif þeirra á hana voru svo smá, að þau veröa varla talin. Þeir veittu viötöku trúskiftingum, sem komu til þeirra. En sæðið, sem á að vaxa í jörðunni, setn því er sáð í, verður að opnast til þess að það geti vaxið. En Gyðingdómurinn var orðinn alt of fastur í sínum gömlu skorðum til að geta þroskast þannig; vaninn hafði einskorðað hann svo aö allur þroski var ómögulegur. Hvað er það sem einkennir Gyðingdóminn á síðari tímum? “Er það ekki”, segir Bousset, “trúarbragðasiðirnir — umskurn, viðhald laugardagshelginnar, tíundir, óbeit á blönduðum hjónaböndum, lög unt fæðu, fyrir- skipanir um hreinsanir, en ekki fórnfæringar og tilbeiðsla í must- erunum? Alstaðar í heiminum þekkist Gyðingurinn af þessu”. Ef það var órnögulegt fyrir Gyðingana utan Gyðingalands að tileinka sér netna smáræði af grísku menningunni vegna þjóð- areinrænis síns, þá voru Gyðingarnir í heimalandinu alveg ó- snortnir af henni. Vissulega líktust samt Gyðingar Grikkjunr að sumu leyti. En það sem var líkt hjá báðum, var leyfar af

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.