Heimir - 01.10.1911, Síða 7

Heimir - 01.10.1911, Síða 7
HEIMIR 3i eldra menningarstigi — menningarstigi, sem allar þjóöir jaröar- innar komast á, og sem surnar komast af aftur. Eitt sameigin- legt atriöi skal tekiö fram hér: þaö er trúin á illa anda, djöfla- trú — trú, sem finst meöal Gyöinga sem annara þjóöa, trú, sem kristindóinurinn tók aö erföum frá Gyðingum, Alstaöar í heim- inum hugsa menn sér framferði slíkra anda eins; þeir kvelja menn og oftast nær meö sama hætti. Alstaðar eru þeir reknir út af særingarmönnum; í því skyni notuöu eigi aö eins Gyöing- ar og kristnir menn heilög nöfn, heldur einnig heiöingjarnir. Jafnvel oröin, sem notuð voru, líkjast hvert ööru: orðið “fimó- þeti” (þegi þú) var sérstaklega notaö í þessum særingum. Víöar eti í Nýjatestatnentinn er talaö um sjúkdóma eins og þeir heföu tilveru út af fyrir sig. Og því lengra sem viö færumst frá því elsta í kristnum bókmentum, því oftar finnutn við hið undarlega og óvanalega Grísku áhrifin koma í ljós, hvort heldur í stofn- unum eöa munninælum, að eins í hinum síöari myndunum þeirra bókmenta. Þar sern kristindómurinn byrjaöi á Gyöingalandi, stóö hantr fráskilinn grísku menningunni og ósnortinn af grísk-rómversk- um aldaranda. Fyrst framan af var ekki reynt að láta hann hafa áhrif í gegnum rit. Krístindómurinn tilheyröi ekki f byrj- un pappírsöldinni, eins og komist hefir verið aö oröi. Pétur, Jakob og Jóhannes rituöu ekkert. Elztu bréfin eru bréf en ekki pistlar. Grískan, sent þau voru rituð á, var fremur hin alment talaða gríska en ritrnáliö. Lúkas er hinn fyrsti kristni rit- höfundur, sem sýnir að hann reyndi aö skrifa samkvæmt bók- mentalegum rithætti. Menn höföu þá tilfinningu að hinn heiöni heimur, meö vísindi sín og heimspeki, tilheyröi valdi myrkranna. “Látiö engan mann skemma yður með heimspeki”, var viövör- unar hrópiö. Þaö er því vel skiijanlegt, aö kristindómurinn væri fyrst frarnan af upplýsingarlaus kenning og menningu and- stæö, frá sjónarmiði hins heiðna heitns. En þetta, aö kristindómurinn var framan af fráskilinn grísk- rómversku menningunni og haföi engin áhrif á rithöfunda og heimspekinga, gekk fram hjá, eöa var vegna þekkingarleysis ó- snortinn af bókmentum og heimspeki, stafaöi af því aö boðskap-

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.