Heimir - 01.10.1911, Síða 19

Heimir - 01.10.1911, Síða 19
HEIMIR 43 ekki veriS rædd þar; alt slíkt hefir verið í höndum A. U. F.,sem hefir mætt einu sinni á hverju ári. All-lengi, frarn til 1880 var mikið um það deilt, hver skyldi vera afstaða únítara í ýmsum trúaratriðum. Skiftust menn þá í tvo flokka, annan mjög frjáls- lyndan, en hinn frernur íhaldssaman. Var lítið urn samkomu- lag, meðan á þessari deilu stóð. En með tímanum dó hún út. Skoðanir frjálslyndari fiokksins uröu með tímanum ofan á, og mótspyrnan gegn þeim hvarf. A síðasta þinginu, setn haldið var seint í október í haust í bænum Washington, var nafninu breytt, svo að sambandið nefn- ist nú General Conference. Þessi breyting var gerð til þess að ekki sk}ddi líta svo út sem únítarasöfnuðir í Kanada væru úti- lokaðir. A þessu þingi voru rnörg mál tekin til íhugunar og fyrirlestrar fiuttir um efni eins og rnentun í sambandi við trúar- brögð; umbætur í kjörum fátækra og verkalýðsins í stórborgun- um; allsherjar frið; kristindóminn frá sögulegu sjónarmiði; trú og dulspeki í núverandi myndum, o. fi. • Úr ýmsum áttum. I bænum Los Angeles í Kaliforníu stendur yfir sakamáls- rannsókn, sem hefir dregið að sér athygli manna, eigi að eins um allá Ameríku, heldur einnig víðar. Fyrir nokkrum mánuðum eyðilagðist prentsmiðja og skrifstofa blaðsins Los Angeles Times í sprengingu. Eigandi þess, Harrison Gray Otis, hefir, verið svarinn óvinur verkamannafélaga og hefir notað blað sitt til að spilla inálstað þeirra. Bræður tveir, Mc Namara að nafni, hafa verið teknir fastir og eru ásakaðir um að vera valdir að spreng- ingunni og líftjóni, sem af henni leiddi. Annar bræðranna, James Mc Namara, hefir verið skrifari verkamannafélags og bú- settur í bænum Indianapolis. Leynilögreglumennirnir, sem tóku hanu fastan, segja að hann, ásamt fieii i verkamannaforingjum,

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.