Heimir - 01.10.1911, Blaðsíða 20
44
H E I M I K
sé valdur aö mörgum glæpum, sem hafi átt sér staö til og frá
uin Bandaríkin í sainbandi við verkföll. En vinir ’nans segja,
aö þetta sé aö eins tilraun til aö hnekkja verkamannafélags-
skapnum; húsiö hafi sprungiö upp af slysi og sprengivélar þær,
sem fundust í grend viö þaö, hafi verið látnar þar af leynilög-
reglumönnutn í þjónustu blaðeigandans. Máliö er búiö aö standa
yfir meira en mánuö og enn hefir ekki tekist að fá kviödómend-
ur, sem báöar hliðar séu ánægðar meö. Eíalaust stendur mál
þetta yfir marga mánuöi og veröur mjög merkilegt. Aöalverj-
andi málsins er Eugene Darrow, frægur lögmaður frá Chicago,
sem varöi þá Moyer, Pettibone og Heywood í svipuöu máli í
Boise, Idaho fyrir nokkrum árum og vann þaö mál.
Mjög viröist enn þá vera tvísýnt um, hvernig stríöinu milli
Ítalíu og Tyrklands lyktar. Italir hafa átt fult í fangi meö aö
halda bænum Trípólis, sem þeir náöu í fyrsta áhlaupinu. Tyrkir
hafa reynst verri viöureignar á landi en líklegt var í fyrstu. Ara-
bisku flokkarnir, sem berjast meö Tyrkjum eru hraustir og her-
skáir og láta ekkert fyrir brjósti brenna, aö sagt er, ef þeir leggja
út í “heilagt stríö’’, stríö fyrir Múhameöstrúna. Ymsar sögur
um grimdarverk á báöar hliöar hafa borist úr stríðinu og veriö
bornar til baka.
Meþódista kyrkjan hélt nýlega allsherjar þing í Montreal
(Ecumenical Conference), þar komu saman erindrekar frá flest-
um löndum heimsins, þar sem meþódista trú er til. Á þingi
þessu virðast skiftar skoöanir viðvíkjandi hærri kritíkinni hafa
komið í ljós. Meiri hluti þeirra, sem tóku þátt í umræðunum
voru því hlyntir að biblíu gagnrýni væri viötekin, en varast aö
láta hana hafa of mikil áhrif á trúarskoöanirnar. Aðrir samt
sem áður létu þá skoðun í ljós, aö biblíu gagnrýni í öllurn mynd-
um væri skaðleg fyrir trúna.— Meþódista kyrkjan skiftist í marga
flokka, sem hafa nokkuð mismunandi kenningar og siði, en á
þessum allsherjar þingum eru allir flokkarnir sameinaðir.
Uppreistin í Kína er efalaust einn af merkilegustu viðburö-