Heimir - 01.10.1911, Page 21

Heimir - 01.10.1911, Page 21
H E I M I R 45 um þessa árs. Orsök hennar er framsóknarþrá hinnar yngri kynslóöar, sérstaklega þeirra, sem mentun hafa fengiö í^5ðrum löndum. Stjórnin hefir lofaö umbótum, en ekki komiö neinnm verulegum umbótum á. Þar viö bætist hatur hinna innlendu Kínverja á Manchu keisaraættinni og fylgifiskum hennar, Frem- ur lítiö hatur á útlendingum hefir gert vart við sig, enda munu uppreistarmennirnir yfirleitt hlyntir útlendum áhrifum og þeirn sem þau flytja. Snemma í síöastliönum september hélt Mónistafélagið á Þýzkaiandi fund í Hamborg. Um tvö þúsund manna komu þar saman. Prófessor Haeckel í Jena, sem er aðalstofnandi félags- ins, var ekki viðstaddur, og fóru fundarmenn því til Jena til að heimsækja hann. Prófessor Ostwald, nafnkendur þýzkur vís- indamaður, stýröi umræöunum. Hann komst þannig að orði í ræöu, sem hann hélt: “Viö Mónistar erum andstæðir allri opin- beraðri trú og öllum hugmyndum um yfirnáttúrlega hluti”. A- kveðið var aö beita öllum áhrifum til aö fá aðskilnaö ríkis og kyrkju og kyrkju og skóla komiö í kring það fyrsta á Þýzkalandi. Síöastliöinn maí voru vígð þrjú ný hliö á Búddhatrúar must- eri einu í Kyato í Japan. Þessi hlið höföu eyöilagst fyrir hér um bil 50 árum, er núverandi keisaraætt komst til valda. Vígsl- „ unni er lýst sem einum hinna viðhafnarmesta helgisiða viöburöi, sem sögur fara af, jafnvel í Austurlöndum. Dögum saman þyrpt- ist fólk saman í musterinu til að hlusta á bænir og ræöur. Aö minsta kosti ein milljón er haldiö aö hafi komið þangaö. Hliðin eru mjög fögur og voru gefin af þremur auðugum kaupmönnum í Japan.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.