Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 14
198 Gunnar Árnason: Kirkjuriti'ð. síðkastið, víða. Hversvegna? Fyrst og fremst vegna þess, að breytnin liefir ekki verið samkvæm kenningunni ltjá leiðtogunum — eins og berlegast varð í heimsstyrj- öldinni — og trúin hefir verið svo undurveik víðast — efnisliyggjan komin alveg inn á altarið. Og þá hefir það ekki lítið spilt fyrir, hve forvígismenn kirkjunnar hafa undanfarna mannsaldra deilt um kennisetningar og helgisiði, og ekki gætt þess, að meðan þeir höfðu hug á því einu, að vega hver annan í þessuin orðabardaga þá fór tíminn og fólkið fram hjá þeim og í alt aðrar áttir. Og svo er það heimsstyrjöldin. Hún var eins og jökul- hlaup, sem umturnaði öllu. Það er nú iðulega á það bent, að í heimsstyrjöldinni hrundi í rauninni hin fyrri menning að ýmsu leyti í rústir. Margar þær lifsskoðanir, sem áður höfðu óskorað ríkt, t. d. sú, að mannkynið væri á stöðugri og óslitanlegri þroskahraut, og hið drotnandi þjóðskipulag yfirleitt svo gott, sem nokkur völ væri á — þessar lífsskoðanir biðu algjört skiphrot. Og kirkjuvaldið, sem ekki fékk deyft eggjarnar, hvað þá slökt hernaðarbálið — nei — sem i sumum löndum gekk beinlínis á mála hjá morðvörg- unum — slíkt verður að játast hversu sorglegt sem það er það beið ekki lítinn álits og áhrifahnekki, sem von- legt var. Or heimsstyrjöldinni komu vonsviknir og grain- ir menn, sjúkir og spiltir á sál og líkama. Þeim fanst alt standa á höfði, og var þeim einna verst við það, sem einna minst hafði haggast, því að það minti svo á þá tíma, sem höfðu kallað fram styrjöldina. Þeir vildu alt annað en eitthvað gamalt — þessir menn. Og enn komu fram i stríðinu og eftir það verðsveiflur, sem gerðu það að verkum, að efnahagsgrundvöllurinn varð ótryggur, alvinnuleysið fór sívaxandi, og æ meira ráðleysi ruddi byltingum og allskonar losarabrag, sem siglt hafði i kjölfar stríðsins, braut í einu landi af öðru. Þessar öldur hafa allar náð út hingað, þó þær hafi

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.