Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 20
204 Gunnar Árnason: Kirkjuritið. En þó er ég orðinn þreyttur fram úr máta á þessum leik, því hjarta mitt er kalt, og margofl hlýt ég sárri gremju að gráta mitt glópsku líf og þetta ráðlag alt. Og Þorsteinn kveður: Og þá man ég það löngum, ef blómið var blítt, er við brjóstið mitt hallaði sér, að mér fanst sem Guð hefði gjört það svo frítt og hann geymdi það rétt handa mér; en hin fegurstu blóm — urðu allslaus og tóm, ef þau urðu mér dálítið kunn — eftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik og hver bikar var tæmdur i grunn. Það er sagt um danska skáldið J. P. Jacobsen, að hann hafi leikið ógætilega með þá eldana, er sárast brenna. — Og eftir það er mælt, að hann hafi kveðið þetta al- kunna kvæði: Þess bera menn sár um æfilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur; því brosa menn fram á bráðfleygri stund, sem burt þvær ei ára grátur. Drýpur sorg, drýpur hrygð af rauðum rósum. í gleði vér hálfpartinn heillumst í draum. En harmur á enga drauma. Með andvaka starir hann augum á þig sem útsog tærandi strauma. Drýpur sorg, drýpur hrygð af rauðum rósum. Hitt, sem mig langaði til að minnast á sem sérstak- lega varhugavert í sambandi við siðaslcoðun nútíðaræsk- unnar, það er trúleysi hennar. Af trúleysi hlýtur altaf að spretta siðleysi og svartsýni og örvænting. Og sú æska, sem hafnar trúnni, hún fer áreiðanlega á mis við þa ávexti, sem menning vor hefir fegursta og bezta borið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.