Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 16
200 Gunnar Árnason: Kirkjuritið. ósjaldan vel hlutgengar, þvi er ekki að furða, þótt þær nú vilji vera og sýnast sjálfstæðar í öllu, engu síður en karlmennirnir. Og nú þurfa menn ekki að vera gamlir til þess að þykjást vera sjálfstæðir i skoðunum og krefjast þess, að allir aðrir taki fyllilega skoðanir þeirra til greina — t. d. i stjórnmálunum — þessvegna er altaf verið að færa kosningatakmarkið niður á við. Nú er það komið niður í 21 árs aldur — og hver veit hvar það verður síðast? En æskan þarf ekki fremur að leita til hinna eldri á öðrum sviðum en þessum. Hún yptir yfirleitt öxlum yfir allri reynslu og lífsspeki eldri kynslóðarinnar. Henni finst sú kynslóð svo oft hafa orðið sér til skamm- ar. Hún þykist sjálf hafa ólíkt betri mentun og víðari sjóndeildarhring — vér einir vitum — segir hún. Og svo fer hún sína leið. Þó er það nú ekki einkenni nútímaæskunnar, að ýmsra dómi, hve vel hún er að sér. Hún veit margt en ekki mikið, segja menn. Hún kærir sig ekki um, eins og áð- ur getur, að nema né hagnýta sér reynsluþekking lið- inna kynslóða. Hún vill lifa — lifa hátt og lifa dátt og láta það bara fjúka. Hún vill lifa að eiginn vilja og upp á eigin ábvrgð. Hún vill rannsaka alt sjálf, og sökkva heldur fyrir eigið flan en fljóta vegna ráðlegginga annara. Þessi rannsóknarlöngun kemur fram bæði í góðum og illum myndum. Hún leiðir stundum til nýrra uppgötv- ana, nýrrar þekkingar, nýrra framkvæmda. En stund- um leiðir hún út í díki nautnanna og sjúkleika og dauða. Þá kem ég að þeim drættinum, sem mun ef til vill teljast mest áberandi i siðaskoðun æskunnar, sainkvæmt því, sem oftast er ritað og rætt i þessum efnum, en það eru skoðanir æskunnar á kynferðismálunum. Ef dæma ætti eftir nútíðarskáldsögum — og það eru þær, sem æskan les meir en nokkuð annað — þá hugsa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.