Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 12
196
Gunnar Árnason:
Kirkju'riti'ð;
Vér lifum á slíkum umrótstímum. Um það ber öll-
um saman. Síðustu 20—30 árin liafa verið leysinga-
timar. Einu hefir skotið upp og annað farið i kaf — alt
hefir verið óstöðugt og óútreiknanlegt. Það er engu lík-
ara en að nýr lieimur hafi verið í smíðum.
Ég ætla hér aðeins lauslega að víkja að einni hlið
liins nýja tíma — siðaskoðun lians. En fyrst verður að
gera þess nokkra grein, hvað hefir skapað hina iiýju
skoðun, sem allir finna eða vita, að ríkir i þvi efni —
livað er undirrót hinna miklu hreytinga, sem altaf er
verið að tala um, að séu orðnar á hugsunarhætti fólks-
ins og komi ekki sízt i ljós í hinum nýju siðaskoðunum
ungu kynslóðarinnar.
Vér megum aldrei gleyma þvi, að vér erum fámenn
og fátæk þjóð úti á hjara veraldar. Vér erum eins og
litil seytla, sem fellur í mannelfuna úti við ósa henn-
ar. Vér sköpum ekki hina nýju tíma. Vér fáum þá seint
og síðar meir utan að — þegar þeir eru kanske að verða
gamlir annarsstaðar, nær uppsprettunum. Þessvegna
má rekja flestar breytingarnar hér á landi til sömu róta
og þær eiga erlendis. Og ef einhverjar hreytingar eru
minni hér en þar, þá er það af því, að orsakanna hefir
siður gætt hjá oss.
Þessvegna styöst ég líka í máli mínu við dóma erlendra
manna um nútíðina, sérstaklega tvær enskar timarits-
greinar, enda þótt ég hirði ekki um að heimfæra orð
þeirra beinlínis.
Hverjar eru þá helztu breytingarnar, sem orðið hafa
á heiminum siðustu 20 árin, þær er mest áhrif hafa
haft í þá átt að skapa nýjar lífsskoðanir? (Auðvitað
verð ég að taka hér fram innan sviga, að nýju lífsskoð-
anirnar eru ekki allar, né ef til’vill neinar, flunkurnýjar
— þær eru aðeins nú nýkomnar að völdum, eftir langt
eða skamt áhrifaleysistímabil).
Fyrst má hér telja hinar miklu framfarir verklegra
vísinda og ávexti þeirra. Heimurinn er t. d. altaf að