Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 22
Kirkjuritið. MESSUFÖLL. Eitt af því, sem óspart hefir verið notað lil þess að rýra álit prestastétlarinnar og kirkjunnar hér á landi, eru skýrslurnar um messuföllin. Þegar rætt er um að- skilnað ríkis og kirkju, þá færa skilnaðarmennirnir l'yrst og fremst fram þau rök, að messufallaskýrslan sýni, að kirkjan sé hnignandi stofnun, sem sé að tapa trausti mikils þorra þjóðarinnar; þessvegiia sé það ósanngjarnt, að hún sé styrkt af alþjóðarfé. Þegar frumvarp kemur fram um að fækka prestunum, jjá er enn gripið til sömu röksemdanna. Messufallaskýrsl- an sýnir, að prestarnir eru orðnir óþarfir, og fólkið vill ekki framar hlusta á þá. Það er óneitanlega dálítið einkennilegt, að kirkjan skuli sjálf leggja andstæðingum sínum til þetta vopn. Og það er Jjví einkennilegra vegna Jæss, að þetta vopn virðist vera beinlínis þannig útbúið, að Jjað geti bitið sem allra bezt á kirkjuna í höndum andstæðinganna. Skýrsl- an um messuföll í prestaköllum landsins er nefnilega þannig samin, að hún er beinlínis villandi fyrir almenn- ing og gefur mjög ranga hugmynd um ástandið innan kirkjunnar í þessum efnum. Orðið messufall mun í vitund alls almennings tákna það, að messugerð, boðuð á ákveðnuin stað, ferst fyrir vegna þess, að ekki kemur fólk til kirkjunnar. Og þa® er með þessum skilningi á orðinu „messufall“, sem messufallaskýrslan alment er notuð sein vopn á kirkjuna. Hin mörgu messuföll eiga að sýna áhrifaleysi prestanna og lítilsvirðingu safnaðanna á kristindómsboðuninni, sem komi fram í hinni þverrandi kirkjusókn. Þessi ásökun

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.