Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.05.1935, Qupperneq 19
Kirkjuritið. Siðasko'ðun nútímans. 203 Af öðrum ljósum dráttum í siðaskoðun nútíðaræsk- unnar er víst sjálfsagt að telja samfélagskendina, sem er æði rík og kemur ekki sízt fram í þróun félagslífs- ins. Og svo samúðina með þeim, sem bágt eiga, einkan- lega þeim, sem eru taldir að hafa orðið undir í lifinu — sem hafa orðið úti sakir ranglætis þjóðskipulagsins eða hafa steypt sér sjálfir fram af ógæfuhömrunum ofan i dýpið. Með þessum vill æskan gráta og hjálpa þeim, ef hún má. III. Það var ekki ætlun mín að kveða beinlínis upp neinn dóm um siðaskoðun æskunnar. Ég hafði aðeins i hyggju að reyna að lýsa henni hlutlaust, eins og hún er í mín- um augum, og benda jafnframt á orsakir hennar. Því að ég hygg, að þetta sé almenningi ekki svo ljóst sem skyldi. Ég vona nú, að ég hafi sýnt, að hún á bæði dökkar og bjartar hliðar, eins og lífsskoðanir æsku allra tíma. Að endingu langar mig þó til að benda á tvær hættur, sem mér virðast einkum blasa við þeirri æsku, er lifir undir þeim merkjum, er hér hafa verið dregin upp. Önnur er sú, að lausungin leiði hana í ógöngur leið- indanna og kvalir sjúkdómanna. Tvö íslenzk skáld hafa m. a. lýst þvi ógleymanlega skýrt og minnisstætt, hve fjöllyndið veitir litla full- nægju — hve það færir mikil vonbrigði. Og voru þau þó ekki gamaldags í hugsunarhætti — engar prestasálir — eins og kallað er. Annað var Gestur Pálsson. Hinn Þor- steinn Erlingsson. Gestur segir: Ég skil mig ekki — altaf hlýt ég unna, en elskað sömu leligi’ eg get ei meir; mér finst ég þjóta meðal ótal brunna og mega drekka — en þyrsta altaf meir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.