Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 4
Rirkjuritið. HALFDÁN GUÐJÓNSSON VÍGSLUBISKUP í HINU FORNA HÓLA-STIFTI. F. 23. 5. 1863. D. 7. 3. 1937. Með Hálfdáni vígslu- biskupi Guðjónssyni er hniginn í valinn einn af prestslegustu prestum þessa lands á síðari árum, viðurkendur af öllum, sem hann þektu, fyrir- myndarmaður í hverri grein, maður, sem ekki vildi i neinu vamm sitt vita og varð þá líka prýði stéttar sinnar, heiðraður af liéraðshúum sínum og elskaður og virtur af sóknarbörnum sinum, sem liann starfaði á meðal 48 prestskaparár sín. 1 Flatey á Breiðafirði stóð vagga Hálfdánar vígslu- hiskups. Þar fæddist hann 23. maí 1863, og þar hjuggu þá foreldrar hans: Séra Guðjón Ilálfdánarson og kona hans Sigríður Stefánsdóttir, er hæði voru af bezta bergi brotin. Faðir séra Guðjóns var séra Hálfdán prófastur Einarssonar siðast á ísafirði, en móðir lians Álfheiður, dóttir séra Jóns „lærða“ í Möðrufelli, og' voru þeir séra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.