Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 8
120 Jón Helgason: Kirkjuritið. arprestakalli, var hann jafnframt prófastur í Húnavatns- prófastdæmi. Hve mikið traust Húnvetningar báru ti 1 lians, sýndu ])eir m. a. með þvi árið 1909 að kjósa liann lil þingsetu sem fulltrúa sinn. Atti hann sæti á Alþingi árin 1909—11 og var ekki síður mikilsmetinn af sam- þingsmönnum sínum en öðrum, sem eitthvað áttu sam- an við hann að sælda. Haustið 1913 losnaði Reynistaðaklausturs-prestakall og sótti séra Hálfdán um það. Var það sérstaldega tvent, sem hvatti liann til að leita þeirra vistaskifta. Annars- vegar það, að á Sauðárkrók hjuggu tvær systur lians með mönnum sínum, en hins vegar það, að hann var þreyttur orðinn á búskapnum, sem honum aulc ýmislegs annars, sem gerði honum búskaparamstrið lítt fýsilegt, fanst konu sinni beilsuveikri ofboðið með. En auk þess kynnu og gamlar og ljúfar skagfirzkar endurminningar frá fyrstu prestskaparárunum að hafa átt nokkurn þátt i, að hann langaði til að komast þangað aftur. Fóru svo leikar, að séra Hálfdán náði kosningu og fékk síðan — 14. febr. veturinn eftir — veitingu fyrir þessu embætti. Með þessum hætti varð síðasti þáttur æfi hans — nær- felt 23 ár bundinn við Skagafjörðinn og þar aftur sér- staklega við Sauðárkrók. Prestskaparstarfið þar varð þó ekki lengra en 20 ór, þvi að vegna heilsubilunar varð liann að segja af sér embætti frá 30. júní 1934. En frá 1919 gegndi hann jafnframt prófastsstörfum i Skaga- fjarðarprófastdæmi. Yfirleitt undi hann sér vel á Sauð- árkróki og tók snemma ástfóstri við þorpið, enda leið ekki á löngu áður en hann átti þar sömu vinsældum að fagna og þar sem hann hafði áður starfað. Að vísu þótti honum þorpsbúum ábótavant i sumu, l. a. m. kirkju- rækni, en hins vegar varð honúm því hlýrra til þorpsins sem dvalarárin þar urðu fleiri. En vinsældir lians voru ekki bundnar við verkahring hans, heldur náðu langt úl yfir hann. Mér leikur efi á því, hvort nokkur einstakur maður hafi á siðari límum verið ástsælli af allri alþýðu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.