Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 28
146
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
Gyðingar trúðu fyrir mörgum öldum og' flestar frum-
stæðar þjóðir trúa. Þær trúa á Guð aðeins sem óendan-
lega voldugan mann, sem öllu stjórnar af dutlungum
sínum. Vér getum ekki skilið guðshugmynd vora frá
lieimshugmynd vorri. Eins og heimurinn er ofvaxinn
vorum skilningi á margan liátt, þannig lalýtur og að vera
um Guð. En vér þekkjum svo mikið til heimsins, að vér
efumst ekki um það, að hann er til, og hið sama má
segja um Guð.
Kjarni málsins er í raun og veru sá, hvort vér trúum
því, að efnið tilgangslaust sé grundvöllur alls — og að
sérhver tilraun til lífs endi með dauða, eða vér trúum
því, að vitsmunir og tilgangur stjórni rás tilverunnar —
og' að þessi tilgangur sé eilífur — og að vor andlega
starfsemi — hið eiginleg lif, sé þessvegna eilift. Þeir sem
þannig trúa, að vitsmunaöfl stjórni heiminum, geta þess
vegna trúað á það, sem gott er, fagurt og fullkomið. Og
þó að vér vitum þessvegna aldrei, livað Guð er, á meðan
vér erum ennþá ófullkomin, þá trúum vér þó á hann,
meðan vér erum sannfærð um það, að eitt sé öðru hetra,
hvaða orð, sem vér liöfum yfir það.
Þetla eru þau frumsannindi, sem eru nægileg til þess
að gefa bæninni fult gildi, þegar litið er á hana aðeins
frá sálrænu sjónarmiði. Jafnvel þótt vér gætum ekki
ímyndað oss, að Guð væri neitt annað en þau náttúru-
öfl, sem vér svo að segja daglega horfum eða þreifum á,
þá iiefir þó bæn hvers einstaklings sitt fulla huglæga gildi,
þegar hennar er heðið i einlægni og í innilegasta sam-
ræmi við allar hinar æðstu siðferðislegu hugmyndir og
þrár mannsins.
Einliver vitur maður liefir sagt, að enginn maður rísi
upp frá bæn öðruvísi en að vera bænbeyrður á vissan
Iiátt, því að bænin væri sú iðja, sem ávalt lilyti að breyta
manninum sjálfum eitthvað í þá átt, sem hann biður og
þráir. — Ef vér hyggjum gerr að, þá sjáum vér, að ein-
mitt í þessu er fólgin ein meginþýðing bænarinnar. Því að