Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 42
160 Innlendar fréttir. Kirkjuritið. er fjárhæð sú, seni runnið hefir í Prestakallasjóð. Verði hún fram- vegis feld niður og engin fjárveiting komi í hennar stað, er auð- sætt, að Kirkjuráðinu er varnað að gegna skyldu sinni í þessum efnuin, svo sem þörf krefur. h. Kirkjuráðið hefir m. a. varið fé úr Prestakallasjóði til þess, að styrkja almenna kirkjufundi og kosta ferðir presta og leikmanna um landið til þess að flytja guðsþjónustur og kirkju- leg erindi og efla samtök og samvinnu að kristindómsmálum. Slika starfsemi verður Kirkjuráðið nauðsynlega að styrkja áfram. c. Kirkjuráðið styður nú að þvi með fjárframlagi, að ofur- Iítið er bætt úr tilfinnanlegum prestaskorti, og þyrfti að geta haldist svo með einhverjum hætti framvegis“. Laus prestaköll. Kirkjumálaráðherra liefir nú samkvæmt loforði sinu, sem Kirkjuritið hefir áður skýrt frá, gefið leyfi til þess, að lausu prestaköllin í landinu verði auglýst til umsóknar. Séra Björn Magnússon hefir verið settur dósent við guðfræðisdeild Háskólans frá 1. |>. m. Hann er þegar byrjaður á kenslustörfum. Séra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði hefir haldið þar unglingaskóla 16. nóv.—15. marz í vetur. Nemendur voru alls 27 og luku 25 þeirra prófi. Einn þeirra var farinn áður tii framhaldsnáms i Mentaskóla Reykja- vikur. Almennum kirkjufundi frestað. Þar sem ráðgjört er, að þingkosningar fari fram seint í júní- mánuði, þá hefir undirbúningsnefnd kirkjufunda ákveðið að fresta hinum almenna kirkjufundi um ótiltekinn tíma. Enda yrði ókleift að koma á fjölmennum fundi fulltrúa af öllu landinu um þetta leyti. Undirbúningsnefndin mun innan skamms skrifa hlut- aðeigendum nánar um málið. Séra Bergur Björnsson á Breiðabólstað hefir verið settur prestur í Stafholtsprestakalli frá næstu fardögum. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.