Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 27
KirkjuritiS. Iðja bænarinnar. 145 vér af einlægni reynum að öðlast þekkingu á þeim og' Isera oss þau í nyt, vinna þau oss ómetanlegt gagn. Nátl- áran gefur ekkert fyrir litið. Það er satt. Hún krefst þess, að vér vinnum fyrir hverjum þeim verðlaunum, sém hún gefur. Öðrum kosti kynnum vér heldur ekki að mela gæði hennaar. En hún er gjöful: Hún svarar i raun og veru liverri bæn, sem vér biðjum af alhuga, ekki aðeins 1 orði lieldur einnig í athöfn. Þvi að eins og trú vor verður að vera meira en játn- lng, þannig verður bæn vor að vera meira en orð —- hugiir og sál og athöfn verður að fylgja með. Bóndinn, sem biður um uppskeru eða gras á túnið sitt, hann verð- Ur að gera meira en að biðja og' hafast svo ekkert að. bæn væri nanmast einlæg'. Hann verður að undirbúa törðina eins og bezt hann getur, sá í hana og hera á hana. I þessu er fólgin bæn um uppskeru og þeirri bæn er avalt svarað. Þannig er á öllum sviðum og jafnvei í hin- lun ytri heimi. Jesús vissi vel, hvað hann sagði, er hann mælti þessi merkilegu orð: „Biðjið og yður mun gefast! I-eitið og þér munuð finna og knýið á og fvrir vður mun Upplokið verða!“ Það sem hann segir með þessum orðum er engin trúar- kredda. Það er lögmál, sem vér getum reynt og þreif- að á. IV. Hökin fyrir fánýti bænarinnar stal'a af tvennskonar unsskilningi — misskilningnum á því, hvað Guð er, og misskilningnum á því, hvað bænin er. Þeir, sem hafna hæninni, gera það vegna þess fyrst og fremst, að þeir skilja ekki, hvað nútímamaðurinn á við með orðinu Guð. Ruginn getur auðvitað trúað á þann Guð, sem hann skil- Ur ekki. Það er iieldur ekki mögulegt, að trúa lengur á árottin sem einskonar einvaldskonung, sem situr í dýrð suim i einhverju fjarlægu himnaríki. Þegar vér notum shk org; þá eru þag ejns Gg ajt mál er líkingar. ^ ér getum ekki trúað lengur á Guð á samskonar hátt og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.