Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 10
128 Jón Helgason: Kirkjuritið.
staðí og liin samhentasta manni sínum í öllu. Fagurlega
minnist vígsluhiskup hinnar látnu konu sinnar i áður-
nefndu æfiágripi: „Framúrskarandi trúarþrek konu
minnar og stilling studdi liana svo í þrautum og raunum
lífsins, að liún átli jafnan örugga og vonglaða guðsharna-
lund alt til dauðans. Með því létti hún einnig mér bvrðar
iífsins og skilnað okkar við dauða liennar og skildi mér
eftir ljúfustu samfundavonir fyrir æfikveld mitt“. Al’ 5
börnum, sem þeim hjónum fæddust, lifir nú aðeins einn
sonur uppkominn.
í nærfelt 40 ár hafði Hálfdán vígslubiskup verið hinn
heilsubezti, er liann nokkuru eftir veturnætur haustið
1933 alt í einu fékk snert af heilablóðfalli, sem hann þó
vann smámsaman bug á, svo að liann náði aftur ferlivisl
og það meira að segja svo, að heilsan mátti virðast aftur
fengin þeim, er sáu hann á ferli. En það duldist þeim, er
ekki þektu hann því betur, að þetta áfall hafði lamað
sálarkrafta hans og um fram alt traust hans til eigin
getu, svo að liann beið þess aldrei bætur. Þessvegna
varð honum það fljótt augljóst sjálfum, að ekki væri
annað fyrir hann að gera en að skoða þetta áfall sem
æðri bendingu um, að nú ætti hann að beiðast lausnar
frá embættisverkum, sem hann og gerði næsta vor og
var honum veitt lausn frá 30. júní 1934, svo sem fyr
segir. En 2% árum síðar upprann lausnarstundin, eftir
uppskurð vegna botnlangabólgu. Þótl uppskurðurinn
tækist vel, þá var lijarta lians ofboðið með þessu. Sunnu-
daginn 7. marz næstliðinn fékk liann liægt og blítt and-
lát, svipaðast því, er sól gengur til viðar á fögru haust-
kvöldi.
Vígslubiskup var sunginn til moldar 23. s. m. að við-
slöddu miklu fjölmenni og livílir nú við hlið konu sinn-
ar og uppkominnar dóttur, sem þau mistu, í grafreitnum
uppi á brekkunni fjrrir ofan þorpið, þar sem sá, er þetta
ritar, þykist notið liafa einhvers fegursta úlsýnis frá
kirkjugarði hér á landi.