Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 30
148 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiS. V. Þegar vér tökum þetta sjónarmið í bæninni, þá sjá- um vér, að einmitt öll umskifti í mannfélaginu liafa orðið fyrir bænir mannanna og tilverknað. í störfum mannanna sjáum vér bænir þeirra. Þessvegna fer svo fjarri því, að bænum sé ekki svarað. Hinum ólíklegustu bænum er svarað. — Menn bafa beðið um ljós, og hlotið ekki aðeins oliuljós, beldur rafljós. Menn liafa beðið um að geta flogið eins og fuglinn í loftinu, og sú bæn befir verið uppfylt á þann liátt, að nú geta menn flogið miklu braðar. Gert er ráð f}7rir, að menn geti bráðlega flog'ið yí'ir Atlantsbafið á fáeinum klukkutímum. Menn þrá að beyra rödd vina sinna í fjarska, og það hefir ræzt á þann bátt, að nú er bæg't að beyra og sjá orð og athafnir manna liinumegin á hnettinum í sama mund og' þær gerast. — Naumast liefir mannkynið beðið svo kyn- leg'rar bænar, að liún liafi ekki verið bænheyrð eða lík- indi séu til, að hún kunni einbvern tíma að bænheyrast. Þetta er í senn stórkostlegt og alvarlegt íhugunarefni. En einmitt af þessu megum vér öðlast skilning á þvi, liversu nauðsynlegt það er, að bæn vor sé viturlega liugs- uð og grundvölluð á andlegum skilningi og guðshug' mynd vor sé göfug og rik of hinum æðstu siðferðisleg- um hugsjónum. Bæn til þess Guðs, sem vér skiljum ekki sjálf, að sé dýrlegur veruleikur, getur þessvegna aldrei orðið að krafti oss til hjálpræðis, sem megnar að hræra allan hu'ga vorn, sál og tilfinningar til uppfyllingar. Ef guðsbugmynd vor er rík af miskunn og réttlælk feg'urð og sannleika, þá munum vér með bænum voruni og íbugun hrífast til lotningar fyrir þessum hlutum og bænin snúast í vilja til þess að öðlast þá. Þetta, að opna iðnlega sál sina fyrir ölln því, sem vér vitum fegurst og bezt, er eins og að rifa þak af gluggalausu liúsi. Ljós himinsins streymir inn! Heilnæmt og hressandi loít streymir inn! Andlegt myrkur og fúaloft liverfur á burt!

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.