Kirkjuritið - 01.04.1937, Blaðsíða 17
Kirkjuritiö.
Nútimaskoðun á Biblíunni.
135
þótt ut f rá þéssu sé gengið, þá verður ekki lijá því kom-
lst, að finna einnig ófullkomnar mannasetningar i Biblí-
unni um trúarleg og siðferðileg efni. Hvað verður t. d.
sagt annað en það um kröfiir Páls postula til kvennanna,
að þær skuli þegja á safnaðarsamkomunum, eða að bezt
se, að allir séu ógiftir, eða mörg ummæli Nýja testa-
mentisins um það, að Jesús komi aftur á dögum sam-
tunakjmslóðar lians. Alt varðar þetta trú og siðg'æði, en
er þó ekki óskeikult.
Miklu réttara og' eðlilegra verður að álykla á þessa
teið: „Það er mér Guðs orð og ræður úrslitum fvrir mig,
Sen> gagntekur samvizku mína“. Ef menn lesa Ritning-
una með réttum luiga eða ldýða á orð liennar í kirkju,
þá gagntekur menn oft einstök liugsun eða einstakt orð,
þannig, að þeir segja með sjálfum sér: „Þetta er heilagur
sannleikur. Þannig er Guð. Þessa krefst hann af mér“.
t'örnlu trúfræðingarnir höfðu þegar skilning á þessu, er
þeir ræddu um vitnisburð Heilags anda í hjörtunum, er
staðfesti úrskurðarvald Biblíunnar. Sá galli var aðeins á
skoðun þeirra, að þeir hugðu, að þessi vitnisburður Heil-
ags anda myndi staðfesta alt i Biblíunni í augum hvers
trúaðs manns; því að reynslan sýnir, að það eru oftast
llaer aðeins einstök orð hennar, sem hafa þessi voldugu
allrif á lesandann. Astæðan til þess, að orð í Biblíunni
verða mér boðskapur frá Guði, er þannig ekki aðeins sú,
að þau standa þar, lieldur einnig sú, að ég er á þeirri
stundu hæfur til að taka á móti þeim. Hugrænn skiln-
lngur minn kenmr m. ö. o. til greina og varðar mjög
ttuklu. Þessu verður ekki neitað, nema því aðeins, að
lllenn telji á kaþólska visu réttan skilning á Bihlíunni
aIgerlega á valdi kirkjunnar og páfans. En kirkjudeildir
^lótmælenda skilja, eins og kunnugt er, sömu orð Ritn-
íngarinnar iðulega á ýmsa veg'u og leggja sína áherzluna
hver á hin og þessi orð. Þannig er því einnig alment
í arið, að sumir hrífast af þessum orðum Biblíunnar, aðr-
!r af öðrum; og hitti menn á orð í henni, sem þeim finst