Kirkjuritið - 01.05.1939, Side 22

Kirkjuritið - 01.05.1939, Side 22
Vald. V. Snævarr: Maí. 19(5 Hver einasti sunnudagur eða helgidagur ætti að vera kæi'- komið tækifæri til þess að læra eitthvað gott og göfugt, svo að vér getum flutt það með oss út i hina daglegu lífs- baráttu. Ef vér lítum þannig á helgihald hvíldardagsins, þá höldum vér hann heilagan í anda Jesú Krists, og þá mun hann áreiðanlega verða oss til blessunar. Óskar J. Þorláksson. Hversvegna sæki ég kirkju? Ég sæki kirkju til þess, að hrynja mig gegn guðleysinu og ná i þrótt til að hefja mig upp úr móki og rænuleysi eivitaskaparins. Ég veit, að Einar skáld Benediktsson segir satt: „Hver þjóð, sem i gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa“. Ég sæki kirkju til þess, að heyra velmentaða guðfræð- inga ræða dýpstu vandamál mannsandans. Oftast reynist mér málsmeðferð þeirra svo, að málin skýrast, umhugs- unarefni gefast og aðvaranir gegn öfgum sértrúarflokka og öfgastefna. Ég sæki kirlcju af því, að mér þykir vænt um hana, en met tízkuna lítils, og þetta vil ég kenna æskulýðnuni með fordæmi mínu. Ég sæki kirkju vegna þess, að ég vil kynnast safnaðar- systkinum í sunnudagsskapi, þegar þau taka sér augna- hliks hvild frá áhyggjum og striti hversdagslífsins. Á slík- um augnablikum er ljúft að skiftast á hlýjum handtökum og björtum brosum og tengjast vináttuböndum, er halda vel þótt á reyni. Ég sæki kirkju vegna þess, að ég fæ með því tækifæri ld að kynnast prestinum mínum. Ég vil þekkja liann sem mann. Ég vil eiga trúnað hans og að hann eigi trúnað

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.