Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 24
Mai. Fylling tímans. I. Þegar fylling tímans kom, segir Páll postuli í bréfinu til Galata, 4,4, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli. Hver er þessi fylling tímans? Hér í Galatabréfinu er þetta orðatiltæki alveg skiljan- legt, og má ekki, eða þarf ckki leggja inn i það neina víð- tæka söguheimsþekilega merkingu. Tveim versum fyr hef- ir Páll verið að ræða á líkingamáli um liin miklu uin- skifti, sem orðin eru við komu Krists. Hann liefir líkt mönnunum við son, sem á unga aldri er settur undir um- sjón fjárhaldsmanna og ráðsmanna til þess tíma, er fað- irinn hefir ákveðið. Þegar þessi tími, sem faðirinn hefir ákveðið, rennur upp, breytist aðstaða sonarins fullkom- lega. Ilann verður fullveðja og frjáls og losnar undan umsjón annara. Og það er enginn vafi á þvi, að „fylling tímans“ merkir hér ekkert annað lijá Páli en þetta sama, þ. e. þann tíma, sem faðirinn hefir ákveðið. Þegar tím- inn var fullnaður, sá tími, sem faðirinn hafði ákveðið, að sonurinn, þ. e. mannkynið, skyldi hætta að vera undir hinni ströngu gæzlu, þá kom breytingin. Og breytingin var fólgin í því, að hann sendi son sinn. Koma Jesú Krists markar því þessi fullkomnu tímamót í mannkynsævinni. II. En þó að þannig heri vafalaust að skýra þetta orð á þessum stað, þá er hitl jafnvíst, að Páll er sannfærður um, að þessi fylling tímans var ekki valin af handahófi- Það var ekki gerræðisleg ákvörðun, heldur var tíminn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.