Kirkjuritið - 01.05.1939, Page 38

Kirkjuritið - 01.05.1939, Page 38
Maí. Innlendar fréttir. Biskupsvígsla. AkveðiS hefir verið, að séra Sigurgeir Sigurðsson verði að forfallalausu vígður biskupsvígslu í Dónikirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 25. n. m. Fyrirrennari hans, dr. Jón Helgason biskup, mun framkvæma vígsluna. Prestastefnan. Að iokinni biskupsvígslunni mun prestastefnan hefjast, eða næsta dag, 2(i. Er ráðgert, að hún standi, eins og venjulegt er, í 3 daga. Séra Benjamín Kristjánsson mun prédika við setningu hennar. Nokkur erindi uni kirkju og kristnilíf landsins munu flutt, en aðalmál prestastefnunnar verður: Framtíðarstarf kirkj- unnar fyrir æskulýðinn. Aðalfundur Prestafélags íslands verður að öllu forfallalausu haldinn i Reykjavík fimtudaginn 29. júní, i húsi K.F.U.M., og liefst kl. 9,30. Má vænta þess, að prestar telji vel fallinn stað og stund, þar sem þeir munu koma mjög margir lil Reykjavíkur um þetta leyti hvort sem er, til biskupsvígslu og prestastefnu. En vegna fundahaldanna daginn áður, er ætlast til þess, að fundurinn standi ekki lengur en einn dag. Auk þess sem venjuleg félagsmál verða rædd, svo sem út- gáfustarf Prestafélagsins, ])á munu skila álili að nokkuru leyti báðar nefndirnar, sem kosnar voru á síðasta aðalfundi til þess að taka til athugunar sjúlfstæði kirkjunnar og Codex ethicus presta fyrir hönd hinna fyrnefndu mun séra Þorsteinn Briem prófastur leggja fram til umræðu drög að frumvarpi lil laga um kirkjuþing og reifa málið. Fyrir hönd hinnar síðarnefndu mun séra Gisli Skúlason hafa framsögu. Fjörutíu ára afmæli K.F.U.K. Kristilegl félag ungra kvenna í Reykjavík átti 40 ára afmæli 28. f. m. Séra Friðrik Friðrikssön stofnaði það og var frain- kvænulastjóri þess mörg ár. Félagið hefir unnið gott og þarft verk. Forstöðukona þess er nú Áslaug Ágústsdóttir biskupsfrú. Prestskosning á ísafirði fór fram i ísafjarðarprestakalli sunnudaginn 23. f. m. Kosningu hlaut séra Marinó Kristinsson með 009 atkvæðum. Var kosn- ingin lögmæl.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.