Jólakötturinn

Árgangur
Tölublað

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 13

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 13
13 K Klæðnaður. Að dreyma nýjan klæðnað eða fatnað sem fer vel og ekki er of þröngur, boðar gott annars hið gagnstæða; svartur boðar gleði hvítur veikindi. Kýr. Að dreyma kýr feitar og faliegar boðar auðlegð og gott árferði; að dreyma þær magrar, harðæri. — Kettir í draumi boða fals og fláræði eða klóka þjófa. Sama er að segja með öll skógar dýr, — hin smærri. — L Lýs. Að dreyma lýs á sjer eða öðrum er jafnan fyrir illu. Lömb. Að dreyma þau sofandi í haga boðar skyndilega hræðsiu, en bera þau vakandi á bak- inu boðar góða framtíð. M Máni. Að dreyma tungl eða mána bjartan og skýran boöar ást og vellíðan; einnig silfur- gjafir o. s. frv. Að dreyma hann bleikan í skýj- um vaðandi, dauða nánustu ættingja eður eigna- tjón, eður lífsháska fyrir sjófarendur; að sjá tungl í fyllingu er gott fyrir fagrar meyjar, sem vilja giptast, því það boðar að þær eru elskaðar; en fyrir alla illræðismenn boðar það að þeir muni fljótt verða uppvísir að sínu ódæöi. — Að sjá mörg tungl, boðar sorg. —

x

Jólakötturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (24.12.1910)
https://timarit.is/issue/308981

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (24.12.1910)

Aðgerðir: