Jólakötturinn - 24.12.1910, Page 9

Jólakötturinn - 24.12.1910, Page 9
9 rífasf við dautt fólk eða að Ienda í áflogurn við það, merkir hættu. Að dreyma sjálfan sig dauðan og látinn í gröf, boðar skjóta breyting á lífi manns annaðhort til ills eða góðs. — Dómara; aðsjáþáá ferð í einkennisbúning boðar óhamingju; að vera yfirheyrður af þeim og verða uppvís að einhverjum glæp boðar skjóta farsæld. Djöfull; að dreyma þann óvin allra manna boðar illt í hverri mynd sem mann dreymir hann, að berja á honum og hrekja boðar gott. E Egg; að dreyma þau heil í hreiðri boðar óvænt happ, en brotin, óhamingju. Eldur; að sjá hann brenna skært og stilt á sínum rjetta stað, boðar hamingju, og langt og farsælt líf; en með miklum reyk boðar reyði, hættu eða veikindi. — Að sjá hús sitt brenna eða aðrar eignir, eiðslusemi úlfbúð og illlyndi. — Að snerta eld án þess að brenna, boðar hamingju. — Ef maður brennir sig eða sjer aðra gjöra það, veikindi. — Að dreyma rúm sitt brenna boðar ósamlyndi eða dauða. Eldfjall. Að sjá þau spúa eldi boðar hræðilegar frjettir. Eyra. Að dreyma það skorið eða meitt boðar tjón, sem stafar frá lausmálgum vini;

x

Jólakötturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.